Sport

Engar risasprengjur á lokadegi gluggans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aqip Talib er farinn til Miami. Aumingja hann.
Aqip Talib er farinn til Miami. Aumingja hann. vísir/getty
Leikmannamarkaðurinn í NFL-deildinni lokaði í gærkvöldi og gekk minna á síðustu klukkutímana en búist var við. Að sjálfsögðu var mikið um félagaskipti en engin risastór.

Þau sem helst vöktu athygli eru að bakvörðurinn Aqib Talib var sendur frá LA Rams til Miami Dolphins. Ekki góður dagur það fyrir Talib. Hlauparinn Kenyan Drake slapp aftur á móti frá Miami og mun spila með Arizona Cardinals.

Varnarmaðurinn sterki Leonard Williams þarf ekki að flytja því hann fór frá NY Jets yfir til NY Giants. Þægileg skipti og góður liðsauki fyrir Risana.

Michael Bennett fór frá Patriots yfir til Dallas Cowboys sem vantar styrkingu. Hann gæti verið púsl sem Kúrekana vantar.

Áður voru svo útherjarnir Emmanuel Sanders og Mohamed Sanu búnir að skipta um félag. Sanders fór til 49ers en Sanu til Patriots.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×