Örvæntingarfullir foreldrar í dauðaleit að graskerum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 00:37 Það er listgrein að skera út grasker. Guðmundur Thor Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan. Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan.
Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira