Fótbolti

Ramos jafnaði met Messi og Raúl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramos hefur skorað 60 mörk í spænsku úrvalsdeildinni.
Ramos hefur skorað 60 mörk í spænsku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, skoraði úr vítaspyrnu í 5-0 sigrinum á Leganés í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Markið var sögulegt því Ramos hefur nú skorað á 16 tímabilum í röð í spænsku úrvalsdeildinni.

Aðeins tveir aðrir leikmenn hafa afrekað það; Raúl og Lionel Messi. En öfugt við Ramos eru þeir ekki varnarmenn.



Ramos hefur alls skorað 60 mörk í spænsku úrvalsdeildinni, 58 fyrir Real Madrid og tvö fyrir Sevilla.

Ramos skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Sevilla í 2-1 sigri á Real Sociedad 26. september 2004. Ári síðar var hann seldur til Real Madrid þar sem hann hefur leikið allar götur síðan.

Messi er markahæstur í sögu spænsku deildarinnar með 423 mörk. Raúl er í 5. sæti markalistans með 228 mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×