Erlent

Búið að velja eftirmann Baghdadi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Abu Bakr al-Baghdadi stýrði Íslamska ríkinu frá árinu 2014 allt þar til að hann var felldur um liðna helgi.
Abu Bakr al-Baghdadi stýrði Íslamska ríkinu frá árinu 2014 allt þar til að hann var felldur um liðna helgi. Getty
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. Þar með er jafnframt talið endanlega staðfest að al-Bagdadi, sem fór með stjórnartaumana í Íslamska ríkinu frá árinu 2014, hafi fallið í árásum Bandaríkjahers um liðna helgi eins og Bandaríkjaforseti hélt fram.

Nýr talsmaður samtakanna, Abu Hamza al-Qurayshi, greindi frá því í dag að Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi væri nýr leiðtogi Íslamska ríkisins. Það gerði talsmaðurinn í hljóðskilaboðum sem Al Furqan, fjölmiðldadeild samtakanna, miðlaði áfram. Í tilkynningu sinni staðfesti talsmaðurinn jafnframt að forveri hans í starfi, Abu al-Hassan al-Muhajir, hafi fallið í aðgerð Bandaríkjamanna og Kúrda á sunnudag.

Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“

Greinendur telja að nafn nýja leiðtogans gefi til kynna að hann sé Hashemíti. Þjóðflokkurinn dregur nafn sitt af afa Múhameðs spámanns, Hashim, og telja Hashemítar sig því vera skyldmenni spámannsins. Að öðru leyti er lítið vitað um Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi.

Í tilkynningunni þar sem greint er frá útnefningunni eru Bandaríkjamenn varaðir við því að gleðjast yfir falli Baghdadi, eins og Donald Trump gerði í ræðu sinni á sunnudagsmorgunn. Íslamska ríkið sé ennþá vel í stakk búið til að fremja hryðjuverkaárásir.


Tengdar fréttir

Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“

Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×