19 klukkustundir og 16 mínútur í loftinu Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 08:48 Áhöfnin ávarpar blaðamannafund að flugi loknu ásamt forstjóranum Alan Joyce. Vísir/EPA Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir. Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir.
Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39
Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26