Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 20:47 William B. Taylor hefur lengi starfað í bandarísku utanríkisþjónustunni. AP/J.Scott Applewhite William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.Þetta hefur New York Times eftir þingmanni demókrata sem var viðstaddur vitnisburð Taylor sem fór fram fyrir luktum dyrum, auk yfirlýsingar Taylor sem Times hefur undir höndunum og lesa má hér. Í frétt Times segir að viðstaddir demókratar telji að vitnisburður Taylor gæti reynst stórskaðlegur fyrir Trump. Trump hefur verið sakaður um að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að Úkraínumenn en ekki Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Er Taylor sagður hafa gefið ítarlegar útskýringar á samskiptum Trump við yfirvöld í Úkraínu sem gangi þvert gegn því sem forsetinn og samstarfsmenn hafa haldið fram að undanförnu. Í yfirlýsingu sem Taylor las upp á fundinum kemur fram að Taylor hafi lýst efasemdum sínum yfir því að tengja hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við rannsókn á Joe Biden, einum af forsetaframbjóðanda Demókrata, og syni hans Hunter Biden, sem starfaði fyrir úkraínska gasfyrirtækið Burisma. Hann hafi hins vegar fengið þær útskýringar frá bandamönnum forsetans að Trump væri fjárfestir og að þegar fjárfestar væru að skrifa undir samning við einhvern sem skuldaði þeim, þá tryggðu þeir að þeir fengu greiðslu áður en að skrifað væri undir ávísun. Trump og bandamenn hafa ítrekað sagt að ekki hafi verið farið fram á það við yfirvöld í Úkraínu að greiði kæmi á móti greiða. Í máli Taylor kom hins vegar fram að þetta væri ekki rétt. Hann hafi fengið þær upplýsingar að Trump hafi verið afar skýr með það að hvorki ætti að bjóða forseta Úkraínu á fund í Hvíta húsinu né tryggja þeim hernaðaraðstoð nema forseti Úkraínu myndi gefa út opinbera yfirlýsingu um að rannsókn á Biden og Burisma yrði hafin. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Sjá meira
William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.Þetta hefur New York Times eftir þingmanni demókrata sem var viðstaddur vitnisburð Taylor sem fór fram fyrir luktum dyrum, auk yfirlýsingar Taylor sem Times hefur undir höndunum og lesa má hér. Í frétt Times segir að viðstaddir demókratar telji að vitnisburður Taylor gæti reynst stórskaðlegur fyrir Trump. Trump hefur verið sakaður um að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að Úkraínumenn en ekki Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Er Taylor sagður hafa gefið ítarlegar útskýringar á samskiptum Trump við yfirvöld í Úkraínu sem gangi þvert gegn því sem forsetinn og samstarfsmenn hafa haldið fram að undanförnu. Í yfirlýsingu sem Taylor las upp á fundinum kemur fram að Taylor hafi lýst efasemdum sínum yfir því að tengja hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við rannsókn á Joe Biden, einum af forsetaframbjóðanda Demókrata, og syni hans Hunter Biden, sem starfaði fyrir úkraínska gasfyrirtækið Burisma. Hann hafi hins vegar fengið þær útskýringar frá bandamönnum forsetans að Trump væri fjárfestir og að þegar fjárfestar væru að skrifa undir samning við einhvern sem skuldaði þeim, þá tryggðu þeir að þeir fengu greiðslu áður en að skrifað væri undir ávísun. Trump og bandamenn hafa ítrekað sagt að ekki hafi verið farið fram á það við yfirvöld í Úkraínu að greiði kæmi á móti greiða. Í máli Taylor kom hins vegar fram að þetta væri ekki rétt. Hann hafi fengið þær upplýsingar að Trump hafi verið afar skýr með það að hvorki ætti að bjóða forseta Úkraínu á fund í Hvíta húsinu né tryggja þeim hernaðaraðstoð nema forseti Úkraínu myndi gefa út opinbera yfirlýsingu um að rannsókn á Biden og Burisma yrði hafin.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Sjá meira
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00
Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29