Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 21:30 Kevin McAllister, til vinstri, er floginn á braut úr starfi. Vísir/Getty Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim.Seattle Times greinir frá og segir að stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um að reka McAllister á stjórnarfundi í gær. Eftirmaður hans, Stan Deal, hefur þegar tekið við starfi McAllister. Deal var áður yfir þjónustusviði Boeing. Þar áður hafði hann verið yfirmaður á farþegaþotusviðinu. Times hefur eftir ónafngreindum háttsettum yfirmanni innan Boeing að vandræði MAX-vélanna hafi ekki verið eina ástæðan fyrir brottreksti McAllister. Rekja mætti brottreksturinn til ýmissa vandræða sem farþegaþotusviðið hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum. Má þar nefna vandræði með hreyflana á 777X vélum Boeing, sprungur sem finna má litlum hluta af eldri 737-vélum auk minnkandi pöntunarstöðu 787 Dreamliner flugvélanna. Aðalástæðan er hins vegar MAX-vélin og tafir á því að Boeing takist að mæta kröfum flugmálayfirvalda um allan heim svo að 737 MAX-vélarnar komist í loftið á ný eftir tvö mannskæð flugslys. Icelandair miðar við að taka vélarnar í notkun í janúar, en óvíst er hvort það gangi eftir. Dennis Muilenburg, forstjóri félagsins, var nýlega settur af sem stjórnarformaður félagsins, en alsiða er að forstjórar stórfyrirtækja í Bandaríkjunum séu einnig stjórnarformenn. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim.Seattle Times greinir frá og segir að stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um að reka McAllister á stjórnarfundi í gær. Eftirmaður hans, Stan Deal, hefur þegar tekið við starfi McAllister. Deal var áður yfir þjónustusviði Boeing. Þar áður hafði hann verið yfirmaður á farþegaþotusviðinu. Times hefur eftir ónafngreindum háttsettum yfirmanni innan Boeing að vandræði MAX-vélanna hafi ekki verið eina ástæðan fyrir brottreksti McAllister. Rekja mætti brottreksturinn til ýmissa vandræða sem farþegaþotusviðið hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum. Má þar nefna vandræði með hreyflana á 777X vélum Boeing, sprungur sem finna má litlum hluta af eldri 737-vélum auk minnkandi pöntunarstöðu 787 Dreamliner flugvélanna. Aðalástæðan er hins vegar MAX-vélin og tafir á því að Boeing takist að mæta kröfum flugmálayfirvalda um allan heim svo að 737 MAX-vélarnar komist í loftið á ný eftir tvö mannskæð flugslys. Icelandair miðar við að taka vélarnar í notkun í janúar, en óvíst er hvort það gangi eftir. Dennis Muilenburg, forstjóri félagsins, var nýlega settur af sem stjórnarformaður félagsins, en alsiða er að forstjórar stórfyrirtækja í Bandaríkjunum séu einnig stjórnarformenn.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48
Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46