Enski boltinn

Yfirmaður dómaranna í Skotlandi lést eftir langvarandi veikindi

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Flemginn er látinn.
John Flemginn er látinn. mynd/skoska knattspyrnusambandið
John Fleming, yfirmaður dómaramála hjá skoska knattspyrnusambandinu, er látinn 62 ára að aldri en hann lést eftir langvarandi baráttu við veikindi.

Fleming hafði verið yfirmaður dómaranna í Skotlandi í átta ár en hann kom fyrst inn í störf sambandsins árið 2009. Hann naut mikillar virðingar í starfi.

Fleming var í hæsta flokki dómara í Skotlandi þegar hann var enn að dæma og var á lista FIFA frá 1994 til 1997. Hann var hluti af dómarateymi Skota á EM í Englandi 1996.







Hann vann einnig fyrir UEFA þar sem hann var meðal annars eftirlitsmaður dómara í Evrópukeppnum og landsleikjum, sama starf og Kristinn Jakobsson, fyrrum milliríkjadómari, hefur sinnt undanfarin ár fyrir Íslands hönd.



 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×