Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2019 16:37 Zelenskíj Úkraínuforset (fremri til vinstri) hefur ekki verið skýr um hvenær hann vissi fyrst að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð í sumar. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kænugarði vissu þegar í byrjun ágúst að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði stöðvað hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til þeirra. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að ekkert vafasamt hafi átt sér stað í tengslum við veitingu aðstoðarinnar vegna þess að Úkraínumenn hafi ekki vitað af því að hún hefði verið stöðvuð tímabundið. Eitt af lykilatriðunum í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld er hvort að hann hafi haldið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð í júlí til að þrýsta á þau að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað hafnað því að hernaðaraðstoðin, sem hann lét stöðva skömmu fyrir símtali við Zelenskíj, hafi verið hluti af einhvers konar „kaupi kaups“ þar sem Úkraínumenn samþykktu í staðinn að rannsaka Biden og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.New York Times segir nú að úkraínsk stjórnvöld hafi þvert á móti vitað þegar í byrjun ágúst að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð og byggir frétt sína á viðtölum og gögnum. Þeim hafi verið sagt að tala við Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, til að greiða úr málunum.Trump krafðist þess meðal annars að Úkraínumenn rannsökuðu samsæriskenningu um að tölvupóstþjónn Demókrataflokksins sem brotist var inn í sé bókstaflega falinn í Úkraínu. Sú kenning á sér enga stoð í raunveruleikanum.Vísir/EPAEmbættismaður Pentagon ræddi við úkraínskan embættismann Fram að þessu hafa bandarískir og úkraínskir embættismenn haldið því fram að þeir úkraínsku hafi ekki vitað af því að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð þar til það kom fram í fréttum undir lok ágúst. Aðstoðin var greidd út 11. september eftir að bandarískir þingmenn hófu að grennslast fyrir um tafirnar. Samkvæmt heimildum New York Times vissu úkraínsk stjórnvöld því af því að hernaðaraðstoðin hefði verið sett á ís stærstan hluta ágústmánaðar þegar Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, og tveir bandarískir embættismenn þrýstu á ríkisstjórn Zelenskíj að lýsa því opinberlega yfir að rannsókn væri hafin á Biden og demókrötum. Blaðið segir bandarískan embættismann hjá varnarmálaráðuneytinu hafa rætt stöðvun aðstoðarinnar við úkraínskan embættismann snemma í ágúst. Hvatti hann Úkraínumenn til að hafa samband við Mulvaney vegna þess. Þetta er í samræmi við það sem kom fram í kvörtun uppljóstrarans innan leyniþjónustunnar sem sagðist hafa heyrt frá bandarískum embættismönnum að einhverjir úkraínskir embættismenn óttuðust að hernaðaraðstoðin væri í uppnámi. Zelenskíj hefur ekki verið skýr um hvenær hann frétti af töfunum á hernaðaraðstoðinni. Hann hefur neitað því að aðstoðin hafi verið notuð til að kúga hann til að verða við kröfu Trump en einnig viðurkennt að hafa vitað af því að hún hefði verið stöðvuð áður en hann fundaði með Mike Pence, varaforseta í Varsjá 1. september.William Taylor bar vitni á bak við luktar dyr í gær. Utanríkisráðuneytið lagðist gegn því að hann bæri vitni en hann gerði það engu að síður eftir að þingnefndin gaf út stefnu á hendur honum.AP/Andrew HarnikTengdi Trump beint við þrýstingsherferð um pólitískan greiða Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fólk Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Kænugarði hafa um margt verið háð Bandaríkjastjórn um stuðning í baráttu þeirra gegn uppreisnarmönnum sem eru hliðhollir Rússum í austanverðri Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Hernaðaraðstoðin sem Trump stöðvaði var hluti af stuðningi Bandaríkjanna vegna þess. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Í skriflegri yfirlýsingu sem Taylor lagði fyrir nefndina sagði hann að Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu sem Trump fól að vera tengiliður sinn gagnvart Úkraínu, hefði skýrt stöðuna með því að líkja Trump við viðskiptamann. „Þegar viðskiptamaður ætlar að skrifa undir ávísun til einhvers sem skuldar honum eitthvað biður viðskiptamaðurinn hann um að borga áður en hann skrifar undir,“ sagði Sondland við Taylor. Taylor sagði þá líkingu óskiljanlega þar sem Úkraínumenn skulduðu Trump forseta ekkert. Í smáskilaboðum sem annar bandarísku erindreki, Kurt Volker, afhenti þingnefndinni kom fram að Taylor hefði sagt það „sturlað“ að tengja öryggisaðstoð til Úkraínu við aðstoð við stjórnmálaframboð Trump. Eftir að fjölmiðlar greindu frá efni framburðar Taylor og annarra embættismanna sendi Hvíta húsið frá sér yfirlýsingu þar sem það úthrópaði núverandi og fyrrverandi starfsmenn alríkisstjórnarinnar sem undir það heyrir sem „róttæka ókjörna skriffinna“. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði vissu þegar í byrjun ágúst að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði stöðvað hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til þeirra. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að ekkert vafasamt hafi átt sér stað í tengslum við veitingu aðstoðarinnar vegna þess að Úkraínumenn hafi ekki vitað af því að hún hefði verið stöðvuð tímabundið. Eitt af lykilatriðunum í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld er hvort að hann hafi haldið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð í júlí til að þrýsta á þau að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað hafnað því að hernaðaraðstoðin, sem hann lét stöðva skömmu fyrir símtali við Zelenskíj, hafi verið hluti af einhvers konar „kaupi kaups“ þar sem Úkraínumenn samþykktu í staðinn að rannsaka Biden og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.New York Times segir nú að úkraínsk stjórnvöld hafi þvert á móti vitað þegar í byrjun ágúst að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð og byggir frétt sína á viðtölum og gögnum. Þeim hafi verið sagt að tala við Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, til að greiða úr málunum.Trump krafðist þess meðal annars að Úkraínumenn rannsökuðu samsæriskenningu um að tölvupóstþjónn Demókrataflokksins sem brotist var inn í sé bókstaflega falinn í Úkraínu. Sú kenning á sér enga stoð í raunveruleikanum.Vísir/EPAEmbættismaður Pentagon ræddi við úkraínskan embættismann Fram að þessu hafa bandarískir og úkraínskir embættismenn haldið því fram að þeir úkraínsku hafi ekki vitað af því að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð þar til það kom fram í fréttum undir lok ágúst. Aðstoðin var greidd út 11. september eftir að bandarískir þingmenn hófu að grennslast fyrir um tafirnar. Samkvæmt heimildum New York Times vissu úkraínsk stjórnvöld því af því að hernaðaraðstoðin hefði verið sett á ís stærstan hluta ágústmánaðar þegar Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, og tveir bandarískir embættismenn þrýstu á ríkisstjórn Zelenskíj að lýsa því opinberlega yfir að rannsókn væri hafin á Biden og demókrötum. Blaðið segir bandarískan embættismann hjá varnarmálaráðuneytinu hafa rætt stöðvun aðstoðarinnar við úkraínskan embættismann snemma í ágúst. Hvatti hann Úkraínumenn til að hafa samband við Mulvaney vegna þess. Þetta er í samræmi við það sem kom fram í kvörtun uppljóstrarans innan leyniþjónustunnar sem sagðist hafa heyrt frá bandarískum embættismönnum að einhverjir úkraínskir embættismenn óttuðust að hernaðaraðstoðin væri í uppnámi. Zelenskíj hefur ekki verið skýr um hvenær hann frétti af töfunum á hernaðaraðstoðinni. Hann hefur neitað því að aðstoðin hafi verið notuð til að kúga hann til að verða við kröfu Trump en einnig viðurkennt að hafa vitað af því að hún hefði verið stöðvuð áður en hann fundaði með Mike Pence, varaforseta í Varsjá 1. september.William Taylor bar vitni á bak við luktar dyr í gær. Utanríkisráðuneytið lagðist gegn því að hann bæri vitni en hann gerði það engu að síður eftir að þingnefndin gaf út stefnu á hendur honum.AP/Andrew HarnikTengdi Trump beint við þrýstingsherferð um pólitískan greiða Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fólk Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Kænugarði hafa um margt verið háð Bandaríkjastjórn um stuðning í baráttu þeirra gegn uppreisnarmönnum sem eru hliðhollir Rússum í austanverðri Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Hernaðaraðstoðin sem Trump stöðvaði var hluti af stuðningi Bandaríkjanna vegna þess. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Í skriflegri yfirlýsingu sem Taylor lagði fyrir nefndina sagði hann að Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu sem Trump fól að vera tengiliður sinn gagnvart Úkraínu, hefði skýrt stöðuna með því að líkja Trump við viðskiptamann. „Þegar viðskiptamaður ætlar að skrifa undir ávísun til einhvers sem skuldar honum eitthvað biður viðskiptamaðurinn hann um að borga áður en hann skrifar undir,“ sagði Sondland við Taylor. Taylor sagði þá líkingu óskiljanlega þar sem Úkraínumenn skulduðu Trump forseta ekkert. Í smáskilaboðum sem annar bandarísku erindreki, Kurt Volker, afhenti þingnefndinni kom fram að Taylor hefði sagt það „sturlað“ að tengja öryggisaðstoð til Úkraínu við aðstoð við stjórnmálaframboð Trump. Eftir að fjölmiðlar greindu frá efni framburðar Taylor og annarra embættismanna sendi Hvíta húsið frá sér yfirlýsingu þar sem það úthrópaði núverandi og fyrrverandi starfsmenn alríkisstjórnarinnar sem undir það heyrir sem „róttæka ókjörna skriffinna“.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47
Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01