Sökuðu hvor annan um hringlandahátt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Sigurður Ingi Jóhannsson og Björn Leví Gunnarsson tókust á um veggjöld í morgun. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira