Erlent

Veiðimaður drepinn af hirti sem hann hafði skotið

Samúel Karl Ólason skrifar
Atvik sem þessi eru verulega sjaldgæf. Árið 2016 réðst hjartardýr á annan veiðimann í Arkansas og særði hann á fæti en hann lifði af.
Atvik sem þessi eru verulega sjaldgæf. Árið 2016 réðst hjartardýr á annan veiðimann í Arkansas og særði hann á fæti en hann lifði af. Vísir/Getty
Bandarískur veiðimaður virðist hafa verið drepinn af hirti sem hann var nýbúinn að skjóta. Atvikið átti sér stað á þriðjudaginn þegar hinn 66 ára gamli Thomas Alexander var við veiðar í Arkansas. Hann skaut hjartardýr og gekk að því til að tryggja að það væri dautt. Tarfurinn stóð hins vegar upp, réðst á Alexander og stakk hann á hol með hornum sínum.

Alexander tókst að hringja í eiginkonu sína sem hringdi í Neyðarlínuna. Sjúkraflutningamenn sóttu veiðimanninn og stóð til að flytja hann á sjúkrahús með þyrlu en hann dó áður en þyrlunni var flogið á vettvang.

Ekki stendur til að framkvæma krufningu og því er ekki hægt að útiloka að Alexander hafi látið lífið vegna annarra kvilla en þeirra sára sem hann hlaut vegna árásar hjartardýrsins.

Alexander þótti reynslumikill veiðimaður, samkvæmt frétt CBS, og notaðist hann við byssu sem hægt eingöngu er hægt að hlaða einu skoti í einu og getur það verið tímafrekt.



Atvik sem þessi eru verulega sjaldgæf. Árið 2016 réðst hjartardýr á annan veiðimann í Arkansas og særði hann á fæti en hann lifði af.

Veiðimálayfirvöld fluttu hunda á vettvang og stóð til að finna dýrið, sem er líklegast sært, og fella það. Tarfurinn fannst þó ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×