Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 23:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki ánægður með rannsókn demókrata. Vísir/getty Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. Þá hefur bandaríska dómsmálaráðuneytinu enn fremur verið gert að láta af hendi óritskoðað afrit af rannsóknarskýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara. Með úrskurði dómarans, Beryl Howell, er þannig mikilvægur sigur í höfn fyrir demókrata en svo virðist sem rannsóknin sé ekki háð því að þingsályktunartillaga um hana sé samþykkt með atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild þingsins. Niðurstaðan grefur undan málflutningi Trumps og annarra repúblikana, sem hafa haldið því fram að rannsókn demókrata eigi sér ekki stoð í lögum. Þá gaf Howell dómsmálaráðuneytinu frest þangað til á miðvikudag til að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers um Rússarannsóknina en hlutar hennar voru afmáðir þegar hún var birt fyrr á árinu. Demókratar hafa óskað eftir skýrslunni í heild, m.a. á grundvelli þess að þar sé að finna upplýsingar um tengsl Pauls Manaforts, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, við Úkraínu. Í frétt Reuters um málið er haft eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að úrskurður dómarans sé til skoðunar hjá ráðuneytinu.Alríkisdómarinn Beryl Howell.Vísir/GettyTrump hefur löngum kallað Rússarannsókn Muellers nornaveiðar sem hafi verið skipulagðar af óvildarmönnum hans. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Volodimír Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem átti sér stað 25. júlí. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. Þá hefur bandaríska dómsmálaráðuneytinu enn fremur verið gert að láta af hendi óritskoðað afrit af rannsóknarskýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara. Með úrskurði dómarans, Beryl Howell, er þannig mikilvægur sigur í höfn fyrir demókrata en svo virðist sem rannsóknin sé ekki háð því að þingsályktunartillaga um hana sé samþykkt með atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild þingsins. Niðurstaðan grefur undan málflutningi Trumps og annarra repúblikana, sem hafa haldið því fram að rannsókn demókrata eigi sér ekki stoð í lögum. Þá gaf Howell dómsmálaráðuneytinu frest þangað til á miðvikudag til að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers um Rússarannsóknina en hlutar hennar voru afmáðir þegar hún var birt fyrr á árinu. Demókratar hafa óskað eftir skýrslunni í heild, m.a. á grundvelli þess að þar sé að finna upplýsingar um tengsl Pauls Manaforts, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, við Úkraínu. Í frétt Reuters um málið er haft eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að úrskurður dómarans sé til skoðunar hjá ráðuneytinu.Alríkisdómarinn Beryl Howell.Vísir/GettyTrump hefur löngum kallað Rússarannsókn Muellers nornaveiðar sem hafi verið skipulagðar af óvildarmönnum hans. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Volodimír Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem átti sér stað 25. júlí.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47
Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17
Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00