Færist í aukana að upplýsingar fólks á netinu séu notaðar í brotastarfsemi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 16:15 Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/egill Yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar segir það hafa færst í aukana að upplýsingar sem fólk gefi upp á netinu um sig séu notaðar í aðra brotastarfsemi, til dæmis mansal og vændi. Kreditkortanúmer, heimilisföng eða nöfn séu þannig notuð til að bóka hótelherbergi eða kaupa flugmiða fyrir starfsemina. Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir varhugavert að gefa ókunnugum aðilum á netinu upplýsingar um greiðslukort sín og vegabréf. Mörg dæmi séu um að reynt sé að komast yfir slíkar upplýsingar hjá Íslendingum. „Á hverjum einasta degi er stanslaust verið að reyna svindla á einhverjum á netinu og það eru endalaust af tilkynningum að koma til okkar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, þar sem er verið að reyna svindla. Það er annaðhvort verið að reyna fá peninga, hjá börnum er verið að reyna fá barnaníðsefni“ Í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum segir að svokallaðar vefveiðar hafi færst í aukana, en þar er verið að falast eftir upplýsingum af öllu tagi, til dæmis er varðar greiðslukort og vegabréf. Daði segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. Tilvik hafi komið upp þar sem þjófar hafa komist yfir kortanúmer og nýtt þau til að leigja hótelherbergi og kaupa flugmiða. Þessi fjármunabrot geti tengst annarri brotastarfsemi. „Eins og ólöglegan flutning fólks á milli landa, mansal eða vændi eða eitthvað slíkt.“ „Við höfum verið að fá tilkynningar þar sem fólk er að gefa upp upplýsingar og þá höfum verið að benda þeim á að hafa samband við þjóðskrá og sýslumann út af þessum skjölum sem fólk er að missa út til að hægt sé að koma í veg fyrir að verið sé að misnota þessi skjöl erlendis,“ segir Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar segir það hafa færst í aukana að upplýsingar sem fólk gefi upp á netinu um sig séu notaðar í aðra brotastarfsemi, til dæmis mansal og vændi. Kreditkortanúmer, heimilisföng eða nöfn séu þannig notuð til að bóka hótelherbergi eða kaupa flugmiða fyrir starfsemina. Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir varhugavert að gefa ókunnugum aðilum á netinu upplýsingar um greiðslukort sín og vegabréf. Mörg dæmi séu um að reynt sé að komast yfir slíkar upplýsingar hjá Íslendingum. „Á hverjum einasta degi er stanslaust verið að reyna svindla á einhverjum á netinu og það eru endalaust af tilkynningum að koma til okkar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, þar sem er verið að reyna svindla. Það er annaðhvort verið að reyna fá peninga, hjá börnum er verið að reyna fá barnaníðsefni“ Í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum segir að svokallaðar vefveiðar hafi færst í aukana, en þar er verið að falast eftir upplýsingum af öllu tagi, til dæmis er varðar greiðslukort og vegabréf. Daði segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. Tilvik hafi komið upp þar sem þjófar hafa komist yfir kortanúmer og nýtt þau til að leigja hótelherbergi og kaupa flugmiða. Þessi fjármunabrot geti tengst annarri brotastarfsemi. „Eins og ólöglegan flutning fólks á milli landa, mansal eða vændi eða eitthvað slíkt.“ „Við höfum verið að fá tilkynningar þar sem fólk er að gefa upp upplýsingar og þá höfum verið að benda þeim á að hafa samband við þjóðskrá og sýslumann út af þessum skjölum sem fólk er að missa út til að hægt sé að koma í veg fyrir að verið sé að misnota þessi skjöl erlendis,“ segir Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira