Færist í aukana að upplýsingar fólks á netinu séu notaðar í brotastarfsemi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 16:15 Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/egill Yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar segir það hafa færst í aukana að upplýsingar sem fólk gefi upp á netinu um sig séu notaðar í aðra brotastarfsemi, til dæmis mansal og vændi. Kreditkortanúmer, heimilisföng eða nöfn séu þannig notuð til að bóka hótelherbergi eða kaupa flugmiða fyrir starfsemina. Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir varhugavert að gefa ókunnugum aðilum á netinu upplýsingar um greiðslukort sín og vegabréf. Mörg dæmi séu um að reynt sé að komast yfir slíkar upplýsingar hjá Íslendingum. „Á hverjum einasta degi er stanslaust verið að reyna svindla á einhverjum á netinu og það eru endalaust af tilkynningum að koma til okkar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, þar sem er verið að reyna svindla. Það er annaðhvort verið að reyna fá peninga, hjá börnum er verið að reyna fá barnaníðsefni“ Í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum segir að svokallaðar vefveiðar hafi færst í aukana, en þar er verið að falast eftir upplýsingum af öllu tagi, til dæmis er varðar greiðslukort og vegabréf. Daði segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. Tilvik hafi komið upp þar sem þjófar hafa komist yfir kortanúmer og nýtt þau til að leigja hótelherbergi og kaupa flugmiða. Þessi fjármunabrot geti tengst annarri brotastarfsemi. „Eins og ólöglegan flutning fólks á milli landa, mansal eða vændi eða eitthvað slíkt.“ „Við höfum verið að fá tilkynningar þar sem fólk er að gefa upp upplýsingar og þá höfum verið að benda þeim á að hafa samband við þjóðskrá og sýslumann út af þessum skjölum sem fólk er að missa út til að hægt sé að koma í veg fyrir að verið sé að misnota þessi skjöl erlendis,“ segir Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar segir það hafa færst í aukana að upplýsingar sem fólk gefi upp á netinu um sig séu notaðar í aðra brotastarfsemi, til dæmis mansal og vændi. Kreditkortanúmer, heimilisföng eða nöfn séu þannig notuð til að bóka hótelherbergi eða kaupa flugmiða fyrir starfsemina. Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir varhugavert að gefa ókunnugum aðilum á netinu upplýsingar um greiðslukort sín og vegabréf. Mörg dæmi séu um að reynt sé að komast yfir slíkar upplýsingar hjá Íslendingum. „Á hverjum einasta degi er stanslaust verið að reyna svindla á einhverjum á netinu og það eru endalaust af tilkynningum að koma til okkar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, þar sem er verið að reyna svindla. Það er annaðhvort verið að reyna fá peninga, hjá börnum er verið að reyna fá barnaníðsefni“ Í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum segir að svokallaðar vefveiðar hafi færst í aukana, en þar er verið að falast eftir upplýsingum af öllu tagi, til dæmis er varðar greiðslukort og vegabréf. Daði segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. Tilvik hafi komið upp þar sem þjófar hafa komist yfir kortanúmer og nýtt þau til að leigja hótelherbergi og kaupa flugmiða. Þessi fjármunabrot geti tengst annarri brotastarfsemi. „Eins og ólöglegan flutning fólks á milli landa, mansal eða vændi eða eitthvað slíkt.“ „Við höfum verið að fá tilkynningar þar sem fólk er að gefa upp upplýsingar og þá höfum verið að benda þeim á að hafa samband við þjóðskrá og sýslumann út af þessum skjölum sem fólk er að missa út til að hægt sé að koma í veg fyrir að verið sé að misnota þessi skjöl erlendis,“ segir Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira