Var látin hugleiða í miðju atvinnuviðtali Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. október 2019 07:00 Kristín Hrefna Halldórsdóttir forstjóri Flow ehf sem kemur út með íslenskt hugleiðsluapp á næstu vikum. Vísir/Vilhelm Kristín Hrefna Halldórsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri í hugbúnaðarfyrirtækinu Flow eftir aðeins tvo mánuði í starfi. Hún hefur starfað í fjölmiðlum og pólitík en verið í tæknigeiranum síðustu ár og segir að konur þurfi meira að sanna sig þar heldur en karlar. Kristín notar hugleiðslu til að halda jafnvægi í sínu lífi og óttast alls ekki að gera mistök. „Ég var að vinna hjá Meniga í fimm ár sem var skemmtilegt og rosalega lærdómsríkur tími. Ég var að klára MBA námið mitt á þessum tíma, með lítil börn og í krefjandi vinnuumhverfi í þessum fjártækniheimi,“ segir Kristín. Þegar hún hóf störf hjá Meniga voru þar færri en 50 starfsmenn en fyrirtækið stækkaði hratt og segir hún að þetta hafi verið mjög gott tækifæri fyrir hana. „Við uxum mjög hratt þannig að þetta var mjög spennandi og reynslumikill tími fyrir mig, að taka þátt í því að fara úr þessum „startup“ fasa yfir í vaxtar-fasa fyrirtækisins sem var ótrúlega skemmtilegur. Ég var mest að vinna í gagnavörum fyrirtækisins, þannig að ég var að vinna í þessum markaðsgreiningum sem eru afleiddar vörur af þessu Menigasamfélagi sem er á Íslandi. Ég var bæði að búa til og þróa og selja markaðsgreiningar til allra helstu smásöluverslana á Íslandi og alls konar fyrirtækja sem vildu greina stöðu sína á markaði.“ Kristín segir að varan hafi þróast mjög mikið á meðan hún starfaði hjá fyrirtækinu. „Svo förum við að þróa tilboðsvörur fyrir fyrirtæki líka og eru þá núna það sem heitir Fríða hjá Íslandsbanka í dag, þar sem að þú færð endurgreiðslur frá ákveðnu fyrirtæki þegar þú verslar. Svo er núna búið að selja þessar vörur og þær eru líka í Svíþjóð.“ Hún segir ótrúlega gaman að þróa vörur með þessum hætti, fylgjast með einhverju fara frá því að vera hugmynd yfir í að vera þróuð vara sem einnig er í sölu erlendis. Eftir fimm ár hjá Meniga fór Kristín til Valitor þar sem hún vildi þróa enn meira sína greiningarhæfileika. „Það var mjög lærdómsríkt fyrir mig að prófa að vinna með gagnagrunnaforriturum, inni í svoleiðis teymi, komast svolítið nær tækninni. Ég lærði mjög mikið.“ Kristín segir að hugleiðsla með hughrifum af íslenskri náttúru gæti hjálpað fólki um allan heim að segja streitunni stríð á hendur. Framtíðin þróuð í hverju skrefi Kristín var ráðin framkvæmdastjóri Flow ehf á dögunum en hún hóf störf hjá fyrirtækinu í ágúst síðastliðnum. Hún hefur unnið að spennandi verkefnum í hugbúnaðargeiranum síðustu ár og nýtir alla þá reynslu og þekkingu í nýja starfinu. Hún segir að það sé virkilega gaman að vera aftur komin inn í startup fyrirtæki og hefur sett sér stór markmið fyrir næstu mánuði og ár. „Þetta er hrikalega skemmtilegt og rosalega spennandi. Ég er búin að vinna rosalega stutt hjá þeim en líður eins og ég sé komin heim einhvern veginn.“ Hjá sprotafyrirtækjum gerast hlutirnir oft hratt og segir Kristín að þau taki margar ákvarðanir varðandi framtíð fyrirtækisins á hverjum einasta degi og framtíðarsýnin þróuð í hverju skrefi. „Við erum með geggjað teymi með sjö ótrúlega flottum starfsmönnum sem hafa byggt upp fyrirtækið til þessa. Svo kem ég þarna í lok ágúst, ég small kannski inn sem púslið sem vantaði. Það vantaði kannski einhvern til að selja vöruna og geta aflað fjármagns, meira fjármagns. Fyrirtækið hefur hins vegar fengið yfir hundrað milljónir íslenskar í fjármögnun og styrkjum.“ Kristín segir að fyrirtækið sé á frábærum stað fyrir svona sprota. „Því við erum með vörur í sölu og yfir 20 fyrirtæki á Íslandi í áskrift.“ Flow framleiðir hugleiðsluhugbúnað fyrir sýndarveruleika. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa nú þegar gerst áskrifendur af fyrirtækjaþjónustu Flow sem býður aðgang að nútíma hugleiðsluaðferðum í gegnum hátækni sýndarveruleikans og hugleiðsluvinnustofur. Náði ekki tökum á hugleiðslu Þegar Kristín sá atvinnuauglýsinguna fyrir starfið á LinkedIn þá hafði hún lesið sér til um hugleiðslu í nokkur ár og hafði mikinn áhuga á þessu viðfangsefni. Hún hafði þó aldrei náð alminnilegum tökum á hugleiðslunni, á þann hátt sem hún vildi. „Mér þótti erfitt að halda mér við efnið. Ég settist niður og hugleiddi í svokallaðri mindfulness hugleiðslu. Þar róar maður hugann og reynir að átta sig á því þegar hann er farinn að reika og reynir þá að toga hann blíðlega til baka. Mér gekk erfiðlega við þetta.“ Það kom henni svo mjög á óvart þegar hún óvænt þurfti að hugleiða í miðju atvinnuviðtalinu vegna starfsins. „Þau bjóða mér að hugleiða og þetta er þannig að ég sit á móti þremur stjórnendum í fyrirtækinu sem að bjóða mér að setja búnaðinn á mig. Ég hugsaði um það hvað ég væri búin að koma mér út í. Þegar ég hitti þetta fólk þá leist mér mjög vel á þau, svo ég ákvað að gefa þessu séns. Svo set ég á mig VR sýndarveruleikabúnaðinn og þau sögðu mér að velja mér hugleiðslu. Ég sný mér og vel mér hugleiðsluna lengst til hægri, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sný mér til hægri af því að ég var starfsmaður Sjálfstæðisflokksins um tíma og er örugg í því horni.“ Vörur fyrirtækisins byggja á stórkostlegu myndefni úr íslenskri náttúru sem tekið er af kvikmyndagerðarmönnunum Arni & Kinski. Kristín fór í gegnum hugleiðslu sem kallast restore eða endurnýjun. „Þar fer maður inn í 360 gráðu myndband sem er tekið upp í Þórsmörk og þú situr inni í helli. Fyrir aftan mig í herberginu var glerveggur og fyrir framan mig voru þrír stjórnendur sem voru að meta það hvort ég myndi passa inn í fyrirtækið, þannig að þetta voru vægast sagt krefjandi aðstæður. Ég setti á mig búnaðinn og vá, ég raunverulega gleymi því í hvernig aðstæðum ég er í.“ Samtvinnað af hughrifslistamönnum Hugleiðslan tók fjórar mínútur og var Kristín með heyrnatól á sér allan tímann og gekk mjög vel að hugleiða. „Þá upplifði ég á eigin skinni mátt búnaðarins og þessarar hugleiðsluaðferðar. Það eru sex skref en ég fór þarna bara inn í síðasta skrefið.“ Í skrefunum er byrjað á því að anda, svo fær fólk aðeins að hreyfa sig og losa um spennu. Fólk er líka látið hrista úr sér frekari tilfinningar eins og tengdum kvíða, streitu eða þráhyggju. Svo fer fólk að róa sig niður og í framhaldinu einbeita sér að einhverju sem það vill fá í sitt líf eða ná fram. Í síðasta skrefinu er svo endurnýjunin sem Kristín prófaði í viðtalinu sínu. „Út frá þessu endurheimtir maður svolítið hvernig maður ætlar að halda áfram með sitt líf,“ segir Kristín. Fyrirtæki og einstaklingar eru að nota þennan búnað við hugleiðslu en Flow er líka að fara að setja á markað snjallsímaforrit, svo allir geti notað símann sinn til að fara í gegnum hugleiðslurnar frá Flow. „Þá getur fólk hugleitt með þessum hætti með því að horfa á myndband í símanum sínum eða bara lagt símann frá sér og hlustað bara á leiddu hugleiðsluna. Töfrarnir sem að mér finnst fylgja þessu eru að það er ekki bara einhver að taka upp á iPhone og einhver að gera tónlist og einhver að segja eitthvað. Þetta er samtvinnað af hughrifalistamönnum sem að bjuggu til dæmis til myndböndin fyrir Sigurrós og komu að stofnun GusGus á sínum tíma. Þeir hafa unnið með mikið af listamönnum sem vilja skilja eftir hughrif.“ Gæti hugsanlega fækkað umferðarslysum Kristín segir að fólkið á bakvið fyrirtækið hafi samanlagt yfir hundrað ára reynslu af hugleiðslu. „Þannig að kjarninn í hugleiðslunni er svo djúpur og hvert orð, samtvinnað við þessa tónlist og hughrifin úr myndböndunum, er svo djúpur. Þetta er allt annað en að horfa á myndband sem er af einhverri strönd einhvers staðar sett saman við eitthvað „random“ dæmi. Þetta er vandlega smíðað saman og sniðið saman til þess að kalla saman þessi hughrif, þessa slökun eða þennan ákveðna fókus eða þessu ákveðnu atriði sem fólk langar að opna fyrir í sínu lífi.“ Að hennar mati hafa allir gott af því að bæta meiri kærleik og væntumþykju í sitt líf, sem hægt sé að gera með hugleiðslu ef viljinn er fyrir hendi. „Líka bara einhvern annan ásetning sem að fólk vill fá í sitt líf, hvort sem það er sjálfstraust, standa meira með sjálfum sér eða annað. Það er svo sjaldan sem maður gefur sér tækifæri til þess að einblína á einhvern ásetning sem maður vill laða fram hjá sjálfum sér.“ Getur þetta verið á vinnustaðnum, heima eða jafnvel á heimleiðinni í lok dags og losa sig þannig við vinnutengdar hugsanir og streitu áður en komið er heim til fjölskyldunnar. „Ég held að við gætum jafnvel kannski fækkað umferðarslysum ef allir myndu hugleiða í staðinn fyrir að hlusta á eitthvað krefjandi þras um dægurmál.“ Sterk tengsl við náttúruna „Ég held að Flow geti hjálpað fólki úti um allan heim með að líða betur og kalla fram þann ásetning sem það vill ná í lífinu.“ Kristín segir að hún sé með stór markmið fyrir framtíð fyrirtækisins og fjármögnunina framundan. Næstu skref Flow sem eru að stækka út fyrir landsteinana. Á undanförnum árum hafa margir fjárfestingasjóðir lagt mikið fé í fjárfestingu í hugleiðslu hugbúnaði sem Flow er nú tilbúið að keppa við á erlendri grundu. „Ég sé engin landamæri sem við kæmumst ekki yfir. Það sem okkur langar að gera þegar við förum inn í hvert og eitt land, þá langar okkur að fá hugleiðslugúrúa í hverju landi eða fólk sem er þekkt fyrir góð verk á sviði hugleiðslu í því landi, í samvinnu við okkur.“ Þannig geti einstaklingar komið og tekið upp hugleiðslu með Flow til þess að setja inn í hugbúnað fyrirtækisins. „En aðeins ef að viðkomandi tengir við okkar hugmyndafræði,“ útskýrir Kristín. Hún á þó von á að flest myndböndin fyrir hugleiðslurnar verði áfram tekin upp á Íslandi, enda sé það kjarninn í vörunni. Það sé þó ekki útilokað að einnig verði boðið upp á að hugleiða á fallegum staðsetningum í öðrum samstarfslöndum. „Ég held að þetta eigi alls staðar erindi því þú finnur svo djúpt áhrifin á því að tengjast náttúrunni og oft kallar þetta í einhverjar minningar eða tilfinningar sem maður á úr náttúrunni, til dæmis einhverja fjallgöngu, útilegu sem maður fór í sem barn eða eitthvað annað og þá tengist maður þessum kjarna.“ Einfalt en erfitt Kristín segir að erlendis sé mikill áhugi á þessum hugleiðslum sem Flow býður upp á og hugbúnaðinum. „Svo þegar appið er komið þá er það til sölu um allan heim í Appstore og Playstore. Við munum svo elta þá upptöku sem að það fær, þá munum við mæta þangað.“ Snjallsímaforritið mun koma út á næstu vikum og er mikill spenningur innan fyrirtækisins yfir því. Kristín viðurkennir að ferlið hafi tekið lengri tíma en þau hafi lagt af stað með í upphafi, en það sé algengt í hugbúnaðarþróun. „Það verður náttúrulega bara æðislegt af því að um leið og það gerist erum við komin með sölu um allan heim á búnaði sem er ekki fyrstu kynslóðarbúnaður eins og VR búnaðurinn, eða sýndarveruleikabúnaðurinn er í dag. Þróunin, salan og útbreiðslan á snjallsímum miðað við sýndarveruleikabúnaðinn er allt önnur. Það eiga allir síma og hafa því allir sama aðgang en við viljum samt alls ekki missa tengslin við sýndarveruleikatæknina því það er svo áhrifaríkt þjálfunartæki, til þess að ná upp þessari tækni við að hugleiða.“ Hún segir að algengur misskilningur sé að það þurfi alltaf að hugleiða í langan tíma, alveg frá byrjun. „Þetta er ekki flókið en þetta getur verið erfitt,“ segir Kristin. Hugleiðslur Flow geti hjálpað þeim sem eiga erfitt með að setjast niður og hugleiða sjálfir. View this post on Instagram Flow in the wild #meditationformodernlife A post shared by Flow #meditationformodernlife (@flow.meditations) on Oct 2, 2019 at 6:27am PDT Hræðist ekki mistök Kristín segir að sér hafi verið tekið ótrúlega vel frá upphafi hjá fyrirtækinu og einnig eftir að hún fékk stöðuhækkunina. „Stjórnendurnir eru með mjög djúpa þekkingu á hugleiðslu en hafa ekki verið í hugbúnaðarframleiðslu og ekki að gera samninga við fyrirtæki á þessum skala eins og ég hafði. Ég hafði mikla reynslu í því frá Meniga, búin að gera hundruð samninga og get lokað samningum, verið hörð þegar á þarf að halda.“ Það byrja sennilega ekki öll hugbúnaðarfyrirtæki á hugleiðslu alla mánudagsmorgna, en Kristín segir að hugarfarið og kúltúrinn hafi verið það sem heillaði hana mikið við þetta fyrirtæki. Hún segir að hugleiðsla sé örugglega ástæðan fyrir því að þau vinna svo vel saman, allir hafi unnið mikið í sjálfum sér og komi inn sem besta útgáfan af sjálfum sér. „Auðvitað gerum við öll mistök en við lítum svo á að það sé bara hluti af lærdómskúrvunni sem þarf að komast yfir. Ef að þú gerir engin mistök þá hefur þú tekið allt of fáar ákvarðanir og kemst lítið áfram. Ef þú ofhugsar alla hluti þá missir þú af lestinni. Ef þú reynir að stíga þau skref með góðar upplýsingar á hverjum tímapunkti, svo ef að nýjar upplýsingar koma fram þá bara tekur þú aðra ákvörðun og reynir að læra af þeirri sem þú tókst áður. Það er ekki hægt að bíða eftir fullkomnum upplýsingum á hverju þrepi.“ Kristín kennir börnum sínum að hræðast alls ekki mistök.Vísir/Vilhelm Varan kemur betur út Mistök muna alltaf koma upp en fólk velur hvernig það lítur á þau. Kristín segir að almennt sé litið á þau með opnum hug í hennar geira. Því miður er þar ekki litið eins á konur og karla í hugbúnaðarbransanum. „Mér finnst að leið mín og leið margra kvenna í tæknigeiranum sem að eru ekki með tæknimenntun, ég er ekki forritari og ekki verkfræðingur heldur stjórnmálafræðingur með MBA gráðu eða meistaragráðu í viðskiptum og stjórnun, að þú færð ekki verkefnin upp á að fólk trúi á þig heldur þarft þú að vera búin að sanna þig. Mennirnir fá verkefnin af því að trúin á það að þeir geti leist þau er nú þegar til staðar. Það er svona sagan sem maður hefur heyrt frá sínum samferðamönnum og samferðakonum, að mönnunum eru afhent verkefnin áður en þeir sanna sig stundum, auðvitað er það samt ekki algilt. Þar til grundvallar held ég að liggi það að í gegnum tíðina hafa verið miklu færri konur í hugbúnaðarþróun, forritun og tölvunarfræði og þessi arfleið sem við erum að kljást við er að því er ekki trúað að konur geti leyst verkefnin með sama hætti. Mér finnst þetta ofsalega miður, það er ótrúlega leiðinlegt að finna þetta á eigin skinni að karlmaður með sömu menntun og í svipaðri stöðu, fær sénsinn þó að hann hafi aldrei gert þetta áður en þú færð hann ekki.“ Kristín líkir þessu við viðhorfið í stjórnmálum hér á landi fyrir 10 til 15 árum síðan. „Ég var framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég horfi á umhverfið þar þá var þetta dálítið þannig og árin eftir það líka, að konum var ekki treyst til að leiða eða stjórna en þær fengu samt að vera með. Það var helst samt bara ein tegund af konu sem mátti vera með sem var svolítið hávaxin, röggsöm og gat svolítið spilað leikinn. Það var svolítið ein tegund af konum sem fékk sénsinn, sem að líktust körlum að einhverju leiti. Við vorum með nokkrar þannig konur sem fengu tækifæri en þó ekki til að stjórna, þær voru bara með. Nú finnst mér við kannski ennþá á þessum stað í sumum tæknifyrirtækjum, að konurnar eru ennþá svolítið bara með. Þær sem líkjast og gera eins og karlarnir en við erum þá kannski að vannýta þá kosti sem að fylgja því að hafa oft á tíðum öðruvísi bakgrunn og reynslu, sem gerir það að verkum að varan kemur út miklu betur vegna þess að hún fær að þróast í gegnum ólík sjónarhorn en ekki einleits hóps sem vill það sama út úr vörunni, sem er ekkert endilega það sem markaðurinn vill.“ Erfið skref fyrir margar konur Hún bendir á að ef það eigi að búa til vöru sem að á að þjóna breiðum hópi fólks þá þurfi hún að draga ólíkar þarfir inn og taka tillit til allskonar aðstæðna. „Tíminn sem ég hef farið í gegnum núna er ekkert ósvipaður þeim tíma sem ég átti í pólitík. Þegar ég byrjaði þá var það eins og að stíga skref til baka, en nú eru komin nokkur ár síðan ég byrjaði í þessum tækniheimi og hann hefur breyst og þróast. Með fyrirtækjum eins og Flow sem horfa öðruvísi á þetta þá erum við að stíga fullt af skrefum.“ Þegar Kristín og Tristan, ein af eigendum fyrirtækisins, voru að kynna á dögunum erlendis þá voru þær einu konurnar sem héldu kynningu þar. Hún segir að margar af hugmyndunum sem komi upp í gegnum start-up bransann komi frá strákateymum. „Í pólitík þarftu svolítið að stíga fram og segja kjóstu mig, kauptu mig. Við töluðum um það í pólitíkinni á sínum tíma að prófkjör væru erfið fyrir konur og færu ekki sanngjörnum höndum um þær. Sama á við um fyrirtæki sem að eru að leita að fjárfestingum, þú þarft að fara og segja: „Sjáðu viðskiptaáætlunina mína, svona ætla ég að taka yfir heiminn, svona ætla ég að búa til peninga fyrir þig í framtíðinni, kauptu í mér, kauptu í teyminu mínu, gefðu mér pening svo ég geti ávaxtað þinn pening.“ Kannski eru þetta erfið skref fyrir margar konur. En ég held hins vegar að með opinni umræðu og fleiri fyrirtækjum sem hafa farið þessa leið, fleiri fyrirtækjum sem er stjórnað af konum og með konum í forystusveit þá sé verið að ryðja mörgum af þessum steinum úr götunni. Þetta skilar okkur miklu betri vörum og þróaðri verkefnum þegar fleiri ólíkir aðilar koma að vöruþróuninni. Við fáum miklu betra samfélag og vörur þegar að við erum með meira jafnrétti og þetta er auðvitað bara spurningin um það. Konur þurfa að vera óhræddar við að taka slaginn og líta til þessara margra glæsilegu fyrirtækja sem að heimila konum, sem eru bornar uppi af konum, og gera frábæra hluti.“ Leikur ekki reiðan stjórnanda Kristín segir að fyrirtækið sé með háleit markmið um að bæta líðan fólks í samfélaginu, segja streitunni stríð á hendur og búa til mannúðlegri eða jákvæðari og uppbyggilegri vinnustaðamenningu. Í pólitíkinni segir Kristín að hún hafi oft verið þessi unga ljóshærða sem var ekkert endilega alltaf verið að taka mark á. Hún hefur þó ekki fundið fyrir slíku aldursviðhorfi í sínu nýja starfi, enda ekki komin mikil reynsla á það. „Ég vona að heimurinn í dag sjái mig núna sem stjórnandann sem ég er og gefi mér tækifæri til þess. Ég er búin að læra ýmislegt af þeim konum sem gengu þennan veg á undan mér og kannski þá það að vera ekki eitthvað annað en ég sjálf. Það er svo erfitt að sýna sjálfstraust ef þú ert að leika karl en ert óvart í pilsi. En ef þú nýtir þína styrkleika sem eru öðruvísi, eins og innsæi eða aðra kosti, þá er svo auðvelt að ganga inn á fundi íklæddur sjálfstrausti. Maður þarf ekki að vera að leika. Það er kannski það sem ég er þakklát fyrir að hafa lært.“ Kristín segir að hún hafi það oft í huga að leyfa sér að vera skemmtileg, hress og lífsglöð, ekki vera að leika reiðan eða upptekinn stjórnanda. „Það skiptir svo miklu máli að fólki finnist gott að vera nálægt manni. Ég held að fólki líði betur með mér ef ég er ekki að leika einhverja staðalímynd af stjórnanda sem að ég veit innst inni að er ekki líklegt til árangurs. Það má hlægja, það má flissa og það má vera maður sjálfur.“ Hún segist semja á eigin forsendum og notar til þess allt það sem hún hefur lært í sínu starfi síðustu ár. Stöðugt að læra Á meðal fyrirmynda Kristínar eru Sheryl Sandberg höfundur bókarinnar Lean In, Tristan Gribbin sem er stofnandi Flow og Vigdís Finnbogadóttir. „Með drifkrafti sínum og ástríðu fyrir hugleiðslu hefur Tristan stofnaði ótrúlega flott fyrirtæki sem nú hefur framleitt þessar einstöku vörur en á sama tíma gefið mér tækifæri til þess að taka við kyndlinum og halda áfram með Flow.“ Hún segir að það sé auðvitað sjálfsagt en á sama tíma einstakt, í ljósi sögunar, að alast upp við það að hafa svona sterka fyrirmynd í forsetaembættinu eins og Vigdísi. „Það hafði sterk áhrif á mig og mótaði þá skoðun mína að konur geta gert allt sem þær vilja.“ Uppáhaldsbók Kristínar til að leita af innblæstri í heitir Mindset: The New Pshychology of Success. „Hún sýnir vel þann einlæga ásetning minn að hafa vaxtarhugarfar í lífinu, eins og að hafa ekki tæknimenntun en hafa gríðarlegan áhuga á tækni og læra allt sem ég vil um tækni.“ Kristín segir að í uppeldi barna sinna hafi hún reynt að kenna þeim að þau læri á því að taka nýjar áskoranir sem að maður heldur mögulega að maður geti ekki tæklað, það sé líka allt í lagi að mistakast. „Maður þarf alltaf að minna sig á það að sýna vaxtarhugarfar og láta ekki fastmótað hugarfar ramma sig inn.“ Hún segir að bókin sé nú kennd í mörgum grunnskólum landsins. „Það er svo mikil blessun að hjálpa börnum svona á unga aldri, að í staðinn fyrir að segja „Snillingur“ þegar það klárar vinnublaðið að segja frekar „Mikið stóðstu þig vel og mikið varstu vinnusamur.“ Því ef þú lærir að vera vinnusamur ertu líklegri til að takast á við áskoranir og takast á við þær. Ef að ég væri með fastmótað hugarfar hefði ég örugglega ekki sagt já við að verða CEO eftir svona stuttan tíma því að ég hefði verið hrædd um að mistakast.“ Langir verkefnalistar Kristín segir að sér hafi þótt erfitt á köflum að halda jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sérstaklega þegar börnin voru lítil og vöknuðu á nóttunni. „Þegar maður er með svefntruflanir á nóttunni þá er það gríðarlega krefjandi. Ég held að konur séu oft með miklar byrðir sem að eru þá kannski svefnskuld, langir to-do listar sem á eftir að fylla út. Að muna eftir öllu, það er bangsadagur, bleikur dagur, svo er þessi íþróttaæfing og þá eru þessir takkaskór. Þetta er ofsalega mikið hugarbyrði sem að við konur þurfum kannski að vera duglegri að úthluta eða deila á okkar maka. Ég veit það vel að þetta er erfitt.“ View this post on Instagram Such lovely weather in Reykjavík right now, have a good weekend, unplug and enjoy every moment A post shared by Flow #meditationformodernlife (@flow.meditations) on Oct 18, 2019 at 9:39am PDT Kristínu fannst sjálfri mjög erfitt að vera með langa ókláraða lista en hins vegar þegar hún lítur til baka núna á þennan krefjandi tíma sem gott dæmi um að hún geti allt sem hún ætlar sér. „Krefjandi vinna, krefjandi nám um tíma, tvö lítil börn og stjúpbörn sem voru unglingar og þáverandi maðurinn minn var í krefjandi vinnu líka. Mikið að gera á stóru heimili en fyrst ég gat það þá get ég eiginlega allt. Núna í dag, þegar börnin mín eru hjá pabba sínum þá hef ég meiri tíma til þess að sinna vinnunni og hef fleiri klukkutíma til þess að vinna, svo hef ég líka fleiri klukkutíma til að rækta sjálfa mig og get farið í líkamsrækt, sem er eitthvað sem þurfti að sitja á hakanum um tíma.“ Hún segist muna eftir því þegar hún var með tilfinninguna „ég mun aldrei ná utan um þetta allt“ en þegar börnin stækkuðu þá hafði hún meiri tíma. „Þetta er svo stuttur tími. En ekki láta maka eða samferðamenn komast upp með það að sigla á skipinu sem þú berð uppi, útdeildu verkefnunum því að við berum öll saman ábyrgð á samfélaginu eða fjölskyldunni sem við erum í.“ Velur svefninn fram yfir Netflix Kristín hugsar vel um heilsuna og gerir til þess margt fleira en að hugleiða. „Ég er að æfa í Primal Iceland, það er mjög skrítið og skemmtilegt. Þar erum við að hlaupa eins og apar og gerum skrítnar æfingar. Þar erum við að vinna eftir aðferðafræði sem byggir á því að við erum að lengja hreyfiferla líkamans. Þannig að við erum kannski að lengja líftíma hans og vinna gegn því álagi sem nútímakyrrseta setur á líkamann. Ég er með sérstakan áhuga á að standa á höndum og finnst það ótrúlega skemmtilegt, þar sleppi ég takinu á öllu.“ Svo er hún líka að keppa við sjálfa sig í svefni og notar til þess Fitbit heilsuúr sem mælir lengd og gæði svefnsins. „Ég næ bara að koma hlutunum frá mér með miklu skýrari hætti ef ég er úthvíld og er ekki í svefnskuld.“ Kristín reynir að ná átta tíma svefni á hverri nóttu og fer þá að sofa um klukkan tíu á kvöldin og stundum fyrr því það sé hægt að vanrækja hugann mikið með því að sofa of lítið. „Það sem þetta bitnar mest á er Netflix áhorf mitt, sem er þá minna. Ég bara græt það ekki, mér finnst þetta ekki vera erfið samningarviðræða við sjálfa mig þegar ég hugsa hvort mig langar að vakna skörp daginn eftir eða ekki.“ Heilsa Helgarviðtal Upplýsingatækni Viðtal Tengdar fréttir Fólk geti kynnt sér hugleiðslu á einfaldan máta FLOW býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. 9. júlí 2016 13:00 Kristín Hrefna ráðin framkvæmdastjóri Flow Stjórn Flow ehf. hefur samþykkt að gera Kristíu Hrefnu Halldórsdóttur að framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 10. október 2019 13:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kristín Hrefna Halldórsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri í hugbúnaðarfyrirtækinu Flow eftir aðeins tvo mánuði í starfi. Hún hefur starfað í fjölmiðlum og pólitík en verið í tæknigeiranum síðustu ár og segir að konur þurfi meira að sanna sig þar heldur en karlar. Kristín notar hugleiðslu til að halda jafnvægi í sínu lífi og óttast alls ekki að gera mistök. „Ég var að vinna hjá Meniga í fimm ár sem var skemmtilegt og rosalega lærdómsríkur tími. Ég var að klára MBA námið mitt á þessum tíma, með lítil börn og í krefjandi vinnuumhverfi í þessum fjártækniheimi,“ segir Kristín. Þegar hún hóf störf hjá Meniga voru þar færri en 50 starfsmenn en fyrirtækið stækkaði hratt og segir hún að þetta hafi verið mjög gott tækifæri fyrir hana. „Við uxum mjög hratt þannig að þetta var mjög spennandi og reynslumikill tími fyrir mig, að taka þátt í því að fara úr þessum „startup“ fasa yfir í vaxtar-fasa fyrirtækisins sem var ótrúlega skemmtilegur. Ég var mest að vinna í gagnavörum fyrirtækisins, þannig að ég var að vinna í þessum markaðsgreiningum sem eru afleiddar vörur af þessu Menigasamfélagi sem er á Íslandi. Ég var bæði að búa til og þróa og selja markaðsgreiningar til allra helstu smásöluverslana á Íslandi og alls konar fyrirtækja sem vildu greina stöðu sína á markaði.“ Kristín segir að varan hafi þróast mjög mikið á meðan hún starfaði hjá fyrirtækinu. „Svo förum við að þróa tilboðsvörur fyrir fyrirtæki líka og eru þá núna það sem heitir Fríða hjá Íslandsbanka í dag, þar sem að þú færð endurgreiðslur frá ákveðnu fyrirtæki þegar þú verslar. Svo er núna búið að selja þessar vörur og þær eru líka í Svíþjóð.“ Hún segir ótrúlega gaman að þróa vörur með þessum hætti, fylgjast með einhverju fara frá því að vera hugmynd yfir í að vera þróuð vara sem einnig er í sölu erlendis. Eftir fimm ár hjá Meniga fór Kristín til Valitor þar sem hún vildi þróa enn meira sína greiningarhæfileika. „Það var mjög lærdómsríkt fyrir mig að prófa að vinna með gagnagrunnaforriturum, inni í svoleiðis teymi, komast svolítið nær tækninni. Ég lærði mjög mikið.“ Kristín segir að hugleiðsla með hughrifum af íslenskri náttúru gæti hjálpað fólki um allan heim að segja streitunni stríð á hendur. Framtíðin þróuð í hverju skrefi Kristín var ráðin framkvæmdastjóri Flow ehf á dögunum en hún hóf störf hjá fyrirtækinu í ágúst síðastliðnum. Hún hefur unnið að spennandi verkefnum í hugbúnaðargeiranum síðustu ár og nýtir alla þá reynslu og þekkingu í nýja starfinu. Hún segir að það sé virkilega gaman að vera aftur komin inn í startup fyrirtæki og hefur sett sér stór markmið fyrir næstu mánuði og ár. „Þetta er hrikalega skemmtilegt og rosalega spennandi. Ég er búin að vinna rosalega stutt hjá þeim en líður eins og ég sé komin heim einhvern veginn.“ Hjá sprotafyrirtækjum gerast hlutirnir oft hratt og segir Kristín að þau taki margar ákvarðanir varðandi framtíð fyrirtækisins á hverjum einasta degi og framtíðarsýnin þróuð í hverju skrefi. „Við erum með geggjað teymi með sjö ótrúlega flottum starfsmönnum sem hafa byggt upp fyrirtækið til þessa. Svo kem ég þarna í lok ágúst, ég small kannski inn sem púslið sem vantaði. Það vantaði kannski einhvern til að selja vöruna og geta aflað fjármagns, meira fjármagns. Fyrirtækið hefur hins vegar fengið yfir hundrað milljónir íslenskar í fjármögnun og styrkjum.“ Kristín segir að fyrirtækið sé á frábærum stað fyrir svona sprota. „Því við erum með vörur í sölu og yfir 20 fyrirtæki á Íslandi í áskrift.“ Flow framleiðir hugleiðsluhugbúnað fyrir sýndarveruleika. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa nú þegar gerst áskrifendur af fyrirtækjaþjónustu Flow sem býður aðgang að nútíma hugleiðsluaðferðum í gegnum hátækni sýndarveruleikans og hugleiðsluvinnustofur. Náði ekki tökum á hugleiðslu Þegar Kristín sá atvinnuauglýsinguna fyrir starfið á LinkedIn þá hafði hún lesið sér til um hugleiðslu í nokkur ár og hafði mikinn áhuga á þessu viðfangsefni. Hún hafði þó aldrei náð alminnilegum tökum á hugleiðslunni, á þann hátt sem hún vildi. „Mér þótti erfitt að halda mér við efnið. Ég settist niður og hugleiddi í svokallaðri mindfulness hugleiðslu. Þar róar maður hugann og reynir að átta sig á því þegar hann er farinn að reika og reynir þá að toga hann blíðlega til baka. Mér gekk erfiðlega við þetta.“ Það kom henni svo mjög á óvart þegar hún óvænt þurfti að hugleiða í miðju atvinnuviðtalinu vegna starfsins. „Þau bjóða mér að hugleiða og þetta er þannig að ég sit á móti þremur stjórnendum í fyrirtækinu sem að bjóða mér að setja búnaðinn á mig. Ég hugsaði um það hvað ég væri búin að koma mér út í. Þegar ég hitti þetta fólk þá leist mér mjög vel á þau, svo ég ákvað að gefa þessu séns. Svo set ég á mig VR sýndarveruleikabúnaðinn og þau sögðu mér að velja mér hugleiðslu. Ég sný mér og vel mér hugleiðsluna lengst til hægri, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sný mér til hægri af því að ég var starfsmaður Sjálfstæðisflokksins um tíma og er örugg í því horni.“ Vörur fyrirtækisins byggja á stórkostlegu myndefni úr íslenskri náttúru sem tekið er af kvikmyndagerðarmönnunum Arni & Kinski. Kristín fór í gegnum hugleiðslu sem kallast restore eða endurnýjun. „Þar fer maður inn í 360 gráðu myndband sem er tekið upp í Þórsmörk og þú situr inni í helli. Fyrir aftan mig í herberginu var glerveggur og fyrir framan mig voru þrír stjórnendur sem voru að meta það hvort ég myndi passa inn í fyrirtækið, þannig að þetta voru vægast sagt krefjandi aðstæður. Ég setti á mig búnaðinn og vá, ég raunverulega gleymi því í hvernig aðstæðum ég er í.“ Samtvinnað af hughrifslistamönnum Hugleiðslan tók fjórar mínútur og var Kristín með heyrnatól á sér allan tímann og gekk mjög vel að hugleiða. „Þá upplifði ég á eigin skinni mátt búnaðarins og þessarar hugleiðsluaðferðar. Það eru sex skref en ég fór þarna bara inn í síðasta skrefið.“ Í skrefunum er byrjað á því að anda, svo fær fólk aðeins að hreyfa sig og losa um spennu. Fólk er líka látið hrista úr sér frekari tilfinningar eins og tengdum kvíða, streitu eða þráhyggju. Svo fer fólk að róa sig niður og í framhaldinu einbeita sér að einhverju sem það vill fá í sitt líf eða ná fram. Í síðasta skrefinu er svo endurnýjunin sem Kristín prófaði í viðtalinu sínu. „Út frá þessu endurheimtir maður svolítið hvernig maður ætlar að halda áfram með sitt líf,“ segir Kristín. Fyrirtæki og einstaklingar eru að nota þennan búnað við hugleiðslu en Flow er líka að fara að setja á markað snjallsímaforrit, svo allir geti notað símann sinn til að fara í gegnum hugleiðslurnar frá Flow. „Þá getur fólk hugleitt með þessum hætti með því að horfa á myndband í símanum sínum eða bara lagt símann frá sér og hlustað bara á leiddu hugleiðsluna. Töfrarnir sem að mér finnst fylgja þessu eru að það er ekki bara einhver að taka upp á iPhone og einhver að gera tónlist og einhver að segja eitthvað. Þetta er samtvinnað af hughrifalistamönnum sem að bjuggu til dæmis til myndböndin fyrir Sigurrós og komu að stofnun GusGus á sínum tíma. Þeir hafa unnið með mikið af listamönnum sem vilja skilja eftir hughrif.“ Gæti hugsanlega fækkað umferðarslysum Kristín segir að fólkið á bakvið fyrirtækið hafi samanlagt yfir hundrað ára reynslu af hugleiðslu. „Þannig að kjarninn í hugleiðslunni er svo djúpur og hvert orð, samtvinnað við þessa tónlist og hughrifin úr myndböndunum, er svo djúpur. Þetta er allt annað en að horfa á myndband sem er af einhverri strönd einhvers staðar sett saman við eitthvað „random“ dæmi. Þetta er vandlega smíðað saman og sniðið saman til þess að kalla saman þessi hughrif, þessa slökun eða þennan ákveðna fókus eða þessu ákveðnu atriði sem fólk langar að opna fyrir í sínu lífi.“ Að hennar mati hafa allir gott af því að bæta meiri kærleik og væntumþykju í sitt líf, sem hægt sé að gera með hugleiðslu ef viljinn er fyrir hendi. „Líka bara einhvern annan ásetning sem að fólk vill fá í sitt líf, hvort sem það er sjálfstraust, standa meira með sjálfum sér eða annað. Það er svo sjaldan sem maður gefur sér tækifæri til þess að einblína á einhvern ásetning sem maður vill laða fram hjá sjálfum sér.“ Getur þetta verið á vinnustaðnum, heima eða jafnvel á heimleiðinni í lok dags og losa sig þannig við vinnutengdar hugsanir og streitu áður en komið er heim til fjölskyldunnar. „Ég held að við gætum jafnvel kannski fækkað umferðarslysum ef allir myndu hugleiða í staðinn fyrir að hlusta á eitthvað krefjandi þras um dægurmál.“ Sterk tengsl við náttúruna „Ég held að Flow geti hjálpað fólki úti um allan heim með að líða betur og kalla fram þann ásetning sem það vill ná í lífinu.“ Kristín segir að hún sé með stór markmið fyrir framtíð fyrirtækisins og fjármögnunina framundan. Næstu skref Flow sem eru að stækka út fyrir landsteinana. Á undanförnum árum hafa margir fjárfestingasjóðir lagt mikið fé í fjárfestingu í hugleiðslu hugbúnaði sem Flow er nú tilbúið að keppa við á erlendri grundu. „Ég sé engin landamæri sem við kæmumst ekki yfir. Það sem okkur langar að gera þegar við förum inn í hvert og eitt land, þá langar okkur að fá hugleiðslugúrúa í hverju landi eða fólk sem er þekkt fyrir góð verk á sviði hugleiðslu í því landi, í samvinnu við okkur.“ Þannig geti einstaklingar komið og tekið upp hugleiðslu með Flow til þess að setja inn í hugbúnað fyrirtækisins. „En aðeins ef að viðkomandi tengir við okkar hugmyndafræði,“ útskýrir Kristín. Hún á þó von á að flest myndböndin fyrir hugleiðslurnar verði áfram tekin upp á Íslandi, enda sé það kjarninn í vörunni. Það sé þó ekki útilokað að einnig verði boðið upp á að hugleiða á fallegum staðsetningum í öðrum samstarfslöndum. „Ég held að þetta eigi alls staðar erindi því þú finnur svo djúpt áhrifin á því að tengjast náttúrunni og oft kallar þetta í einhverjar minningar eða tilfinningar sem maður á úr náttúrunni, til dæmis einhverja fjallgöngu, útilegu sem maður fór í sem barn eða eitthvað annað og þá tengist maður þessum kjarna.“ Einfalt en erfitt Kristín segir að erlendis sé mikill áhugi á þessum hugleiðslum sem Flow býður upp á og hugbúnaðinum. „Svo þegar appið er komið þá er það til sölu um allan heim í Appstore og Playstore. Við munum svo elta þá upptöku sem að það fær, þá munum við mæta þangað.“ Snjallsímaforritið mun koma út á næstu vikum og er mikill spenningur innan fyrirtækisins yfir því. Kristín viðurkennir að ferlið hafi tekið lengri tíma en þau hafi lagt af stað með í upphafi, en það sé algengt í hugbúnaðarþróun. „Það verður náttúrulega bara æðislegt af því að um leið og það gerist erum við komin með sölu um allan heim á búnaði sem er ekki fyrstu kynslóðarbúnaður eins og VR búnaðurinn, eða sýndarveruleikabúnaðurinn er í dag. Þróunin, salan og útbreiðslan á snjallsímum miðað við sýndarveruleikabúnaðinn er allt önnur. Það eiga allir síma og hafa því allir sama aðgang en við viljum samt alls ekki missa tengslin við sýndarveruleikatæknina því það er svo áhrifaríkt þjálfunartæki, til þess að ná upp þessari tækni við að hugleiða.“ Hún segir að algengur misskilningur sé að það þurfi alltaf að hugleiða í langan tíma, alveg frá byrjun. „Þetta er ekki flókið en þetta getur verið erfitt,“ segir Kristin. Hugleiðslur Flow geti hjálpað þeim sem eiga erfitt með að setjast niður og hugleiða sjálfir. View this post on Instagram Flow in the wild #meditationformodernlife A post shared by Flow #meditationformodernlife (@flow.meditations) on Oct 2, 2019 at 6:27am PDT Hræðist ekki mistök Kristín segir að sér hafi verið tekið ótrúlega vel frá upphafi hjá fyrirtækinu og einnig eftir að hún fékk stöðuhækkunina. „Stjórnendurnir eru með mjög djúpa þekkingu á hugleiðslu en hafa ekki verið í hugbúnaðarframleiðslu og ekki að gera samninga við fyrirtæki á þessum skala eins og ég hafði. Ég hafði mikla reynslu í því frá Meniga, búin að gera hundruð samninga og get lokað samningum, verið hörð þegar á þarf að halda.“ Það byrja sennilega ekki öll hugbúnaðarfyrirtæki á hugleiðslu alla mánudagsmorgna, en Kristín segir að hugarfarið og kúltúrinn hafi verið það sem heillaði hana mikið við þetta fyrirtæki. Hún segir að hugleiðsla sé örugglega ástæðan fyrir því að þau vinna svo vel saman, allir hafi unnið mikið í sjálfum sér og komi inn sem besta útgáfan af sjálfum sér. „Auðvitað gerum við öll mistök en við lítum svo á að það sé bara hluti af lærdómskúrvunni sem þarf að komast yfir. Ef að þú gerir engin mistök þá hefur þú tekið allt of fáar ákvarðanir og kemst lítið áfram. Ef þú ofhugsar alla hluti þá missir þú af lestinni. Ef þú reynir að stíga þau skref með góðar upplýsingar á hverjum tímapunkti, svo ef að nýjar upplýsingar koma fram þá bara tekur þú aðra ákvörðun og reynir að læra af þeirri sem þú tókst áður. Það er ekki hægt að bíða eftir fullkomnum upplýsingum á hverju þrepi.“ Kristín kennir börnum sínum að hræðast alls ekki mistök.Vísir/Vilhelm Varan kemur betur út Mistök muna alltaf koma upp en fólk velur hvernig það lítur á þau. Kristín segir að almennt sé litið á þau með opnum hug í hennar geira. Því miður er þar ekki litið eins á konur og karla í hugbúnaðarbransanum. „Mér finnst að leið mín og leið margra kvenna í tæknigeiranum sem að eru ekki með tæknimenntun, ég er ekki forritari og ekki verkfræðingur heldur stjórnmálafræðingur með MBA gráðu eða meistaragráðu í viðskiptum og stjórnun, að þú færð ekki verkefnin upp á að fólk trúi á þig heldur þarft þú að vera búin að sanna þig. Mennirnir fá verkefnin af því að trúin á það að þeir geti leist þau er nú þegar til staðar. Það er svona sagan sem maður hefur heyrt frá sínum samferðamönnum og samferðakonum, að mönnunum eru afhent verkefnin áður en þeir sanna sig stundum, auðvitað er það samt ekki algilt. Þar til grundvallar held ég að liggi það að í gegnum tíðina hafa verið miklu færri konur í hugbúnaðarþróun, forritun og tölvunarfræði og þessi arfleið sem við erum að kljást við er að því er ekki trúað að konur geti leyst verkefnin með sama hætti. Mér finnst þetta ofsalega miður, það er ótrúlega leiðinlegt að finna þetta á eigin skinni að karlmaður með sömu menntun og í svipaðri stöðu, fær sénsinn þó að hann hafi aldrei gert þetta áður en þú færð hann ekki.“ Kristín líkir þessu við viðhorfið í stjórnmálum hér á landi fyrir 10 til 15 árum síðan. „Ég var framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég horfi á umhverfið þar þá var þetta dálítið þannig og árin eftir það líka, að konum var ekki treyst til að leiða eða stjórna en þær fengu samt að vera með. Það var helst samt bara ein tegund af konu sem mátti vera með sem var svolítið hávaxin, röggsöm og gat svolítið spilað leikinn. Það var svolítið ein tegund af konum sem fékk sénsinn, sem að líktust körlum að einhverju leiti. Við vorum með nokkrar þannig konur sem fengu tækifæri en þó ekki til að stjórna, þær voru bara með. Nú finnst mér við kannski ennþá á þessum stað í sumum tæknifyrirtækjum, að konurnar eru ennþá svolítið bara með. Þær sem líkjast og gera eins og karlarnir en við erum þá kannski að vannýta þá kosti sem að fylgja því að hafa oft á tíðum öðruvísi bakgrunn og reynslu, sem gerir það að verkum að varan kemur út miklu betur vegna þess að hún fær að þróast í gegnum ólík sjónarhorn en ekki einleits hóps sem vill það sama út úr vörunni, sem er ekkert endilega það sem markaðurinn vill.“ Erfið skref fyrir margar konur Hún bendir á að ef það eigi að búa til vöru sem að á að þjóna breiðum hópi fólks þá þurfi hún að draga ólíkar þarfir inn og taka tillit til allskonar aðstæðna. „Tíminn sem ég hef farið í gegnum núna er ekkert ósvipaður þeim tíma sem ég átti í pólitík. Þegar ég byrjaði þá var það eins og að stíga skref til baka, en nú eru komin nokkur ár síðan ég byrjaði í þessum tækniheimi og hann hefur breyst og þróast. Með fyrirtækjum eins og Flow sem horfa öðruvísi á þetta þá erum við að stíga fullt af skrefum.“ Þegar Kristín og Tristan, ein af eigendum fyrirtækisins, voru að kynna á dögunum erlendis þá voru þær einu konurnar sem héldu kynningu þar. Hún segir að margar af hugmyndunum sem komi upp í gegnum start-up bransann komi frá strákateymum. „Í pólitík þarftu svolítið að stíga fram og segja kjóstu mig, kauptu mig. Við töluðum um það í pólitíkinni á sínum tíma að prófkjör væru erfið fyrir konur og færu ekki sanngjörnum höndum um þær. Sama á við um fyrirtæki sem að eru að leita að fjárfestingum, þú þarft að fara og segja: „Sjáðu viðskiptaáætlunina mína, svona ætla ég að taka yfir heiminn, svona ætla ég að búa til peninga fyrir þig í framtíðinni, kauptu í mér, kauptu í teyminu mínu, gefðu mér pening svo ég geti ávaxtað þinn pening.“ Kannski eru þetta erfið skref fyrir margar konur. En ég held hins vegar að með opinni umræðu og fleiri fyrirtækjum sem hafa farið þessa leið, fleiri fyrirtækjum sem er stjórnað af konum og með konum í forystusveit þá sé verið að ryðja mörgum af þessum steinum úr götunni. Þetta skilar okkur miklu betri vörum og þróaðri verkefnum þegar fleiri ólíkir aðilar koma að vöruþróuninni. Við fáum miklu betra samfélag og vörur þegar að við erum með meira jafnrétti og þetta er auðvitað bara spurningin um það. Konur þurfa að vera óhræddar við að taka slaginn og líta til þessara margra glæsilegu fyrirtækja sem að heimila konum, sem eru bornar uppi af konum, og gera frábæra hluti.“ Leikur ekki reiðan stjórnanda Kristín segir að fyrirtækið sé með háleit markmið um að bæta líðan fólks í samfélaginu, segja streitunni stríð á hendur og búa til mannúðlegri eða jákvæðari og uppbyggilegri vinnustaðamenningu. Í pólitíkinni segir Kristín að hún hafi oft verið þessi unga ljóshærða sem var ekkert endilega alltaf verið að taka mark á. Hún hefur þó ekki fundið fyrir slíku aldursviðhorfi í sínu nýja starfi, enda ekki komin mikil reynsla á það. „Ég vona að heimurinn í dag sjái mig núna sem stjórnandann sem ég er og gefi mér tækifæri til þess. Ég er búin að læra ýmislegt af þeim konum sem gengu þennan veg á undan mér og kannski þá það að vera ekki eitthvað annað en ég sjálf. Það er svo erfitt að sýna sjálfstraust ef þú ert að leika karl en ert óvart í pilsi. En ef þú nýtir þína styrkleika sem eru öðruvísi, eins og innsæi eða aðra kosti, þá er svo auðvelt að ganga inn á fundi íklæddur sjálfstrausti. Maður þarf ekki að vera að leika. Það er kannski það sem ég er þakklát fyrir að hafa lært.“ Kristín segir að hún hafi það oft í huga að leyfa sér að vera skemmtileg, hress og lífsglöð, ekki vera að leika reiðan eða upptekinn stjórnanda. „Það skiptir svo miklu máli að fólki finnist gott að vera nálægt manni. Ég held að fólki líði betur með mér ef ég er ekki að leika einhverja staðalímynd af stjórnanda sem að ég veit innst inni að er ekki líklegt til árangurs. Það má hlægja, það má flissa og það má vera maður sjálfur.“ Hún segist semja á eigin forsendum og notar til þess allt það sem hún hefur lært í sínu starfi síðustu ár. Stöðugt að læra Á meðal fyrirmynda Kristínar eru Sheryl Sandberg höfundur bókarinnar Lean In, Tristan Gribbin sem er stofnandi Flow og Vigdís Finnbogadóttir. „Með drifkrafti sínum og ástríðu fyrir hugleiðslu hefur Tristan stofnaði ótrúlega flott fyrirtæki sem nú hefur framleitt þessar einstöku vörur en á sama tíma gefið mér tækifæri til þess að taka við kyndlinum og halda áfram með Flow.“ Hún segir að það sé auðvitað sjálfsagt en á sama tíma einstakt, í ljósi sögunar, að alast upp við það að hafa svona sterka fyrirmynd í forsetaembættinu eins og Vigdísi. „Það hafði sterk áhrif á mig og mótaði þá skoðun mína að konur geta gert allt sem þær vilja.“ Uppáhaldsbók Kristínar til að leita af innblæstri í heitir Mindset: The New Pshychology of Success. „Hún sýnir vel þann einlæga ásetning minn að hafa vaxtarhugarfar í lífinu, eins og að hafa ekki tæknimenntun en hafa gríðarlegan áhuga á tækni og læra allt sem ég vil um tækni.“ Kristín segir að í uppeldi barna sinna hafi hún reynt að kenna þeim að þau læri á því að taka nýjar áskoranir sem að maður heldur mögulega að maður geti ekki tæklað, það sé líka allt í lagi að mistakast. „Maður þarf alltaf að minna sig á það að sýna vaxtarhugarfar og láta ekki fastmótað hugarfar ramma sig inn.“ Hún segir að bókin sé nú kennd í mörgum grunnskólum landsins. „Það er svo mikil blessun að hjálpa börnum svona á unga aldri, að í staðinn fyrir að segja „Snillingur“ þegar það klárar vinnublaðið að segja frekar „Mikið stóðstu þig vel og mikið varstu vinnusamur.“ Því ef þú lærir að vera vinnusamur ertu líklegri til að takast á við áskoranir og takast á við þær. Ef að ég væri með fastmótað hugarfar hefði ég örugglega ekki sagt já við að verða CEO eftir svona stuttan tíma því að ég hefði verið hrædd um að mistakast.“ Langir verkefnalistar Kristín segir að sér hafi þótt erfitt á köflum að halda jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sérstaklega þegar börnin voru lítil og vöknuðu á nóttunni. „Þegar maður er með svefntruflanir á nóttunni þá er það gríðarlega krefjandi. Ég held að konur séu oft með miklar byrðir sem að eru þá kannski svefnskuld, langir to-do listar sem á eftir að fylla út. Að muna eftir öllu, það er bangsadagur, bleikur dagur, svo er þessi íþróttaæfing og þá eru þessir takkaskór. Þetta er ofsalega mikið hugarbyrði sem að við konur þurfum kannski að vera duglegri að úthluta eða deila á okkar maka. Ég veit það vel að þetta er erfitt.“ View this post on Instagram Such lovely weather in Reykjavík right now, have a good weekend, unplug and enjoy every moment A post shared by Flow #meditationformodernlife (@flow.meditations) on Oct 18, 2019 at 9:39am PDT Kristínu fannst sjálfri mjög erfitt að vera með langa ókláraða lista en hins vegar þegar hún lítur til baka núna á þennan krefjandi tíma sem gott dæmi um að hún geti allt sem hún ætlar sér. „Krefjandi vinna, krefjandi nám um tíma, tvö lítil börn og stjúpbörn sem voru unglingar og þáverandi maðurinn minn var í krefjandi vinnu líka. Mikið að gera á stóru heimili en fyrst ég gat það þá get ég eiginlega allt. Núna í dag, þegar börnin mín eru hjá pabba sínum þá hef ég meiri tíma til þess að sinna vinnunni og hef fleiri klukkutíma til þess að vinna, svo hef ég líka fleiri klukkutíma til að rækta sjálfa mig og get farið í líkamsrækt, sem er eitthvað sem þurfti að sitja á hakanum um tíma.“ Hún segist muna eftir því þegar hún var með tilfinninguna „ég mun aldrei ná utan um þetta allt“ en þegar börnin stækkuðu þá hafði hún meiri tíma. „Þetta er svo stuttur tími. En ekki láta maka eða samferðamenn komast upp með það að sigla á skipinu sem þú berð uppi, útdeildu verkefnunum því að við berum öll saman ábyrgð á samfélaginu eða fjölskyldunni sem við erum í.“ Velur svefninn fram yfir Netflix Kristín hugsar vel um heilsuna og gerir til þess margt fleira en að hugleiða. „Ég er að æfa í Primal Iceland, það er mjög skrítið og skemmtilegt. Þar erum við að hlaupa eins og apar og gerum skrítnar æfingar. Þar erum við að vinna eftir aðferðafræði sem byggir á því að við erum að lengja hreyfiferla líkamans. Þannig að við erum kannski að lengja líftíma hans og vinna gegn því álagi sem nútímakyrrseta setur á líkamann. Ég er með sérstakan áhuga á að standa á höndum og finnst það ótrúlega skemmtilegt, þar sleppi ég takinu á öllu.“ Svo er hún líka að keppa við sjálfa sig í svefni og notar til þess Fitbit heilsuúr sem mælir lengd og gæði svefnsins. „Ég næ bara að koma hlutunum frá mér með miklu skýrari hætti ef ég er úthvíld og er ekki í svefnskuld.“ Kristín reynir að ná átta tíma svefni á hverri nóttu og fer þá að sofa um klukkan tíu á kvöldin og stundum fyrr því það sé hægt að vanrækja hugann mikið með því að sofa of lítið. „Það sem þetta bitnar mest á er Netflix áhorf mitt, sem er þá minna. Ég bara græt það ekki, mér finnst þetta ekki vera erfið samningarviðræða við sjálfa mig þegar ég hugsa hvort mig langar að vakna skörp daginn eftir eða ekki.“
Heilsa Helgarviðtal Upplýsingatækni Viðtal Tengdar fréttir Fólk geti kynnt sér hugleiðslu á einfaldan máta FLOW býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. 9. júlí 2016 13:00 Kristín Hrefna ráðin framkvæmdastjóri Flow Stjórn Flow ehf. hefur samþykkt að gera Kristíu Hrefnu Halldórsdóttur að framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 10. október 2019 13:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fólk geti kynnt sér hugleiðslu á einfaldan máta FLOW býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. 9. júlí 2016 13:00
Kristín Hrefna ráðin framkvæmdastjóri Flow Stjórn Flow ehf. hefur samþykkt að gera Kristíu Hrefnu Halldórsdóttur að framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 10. október 2019 13:30