Viðskipti innlent

Aðferðir Arion aðfinnsluverðar

Jón Þórisson skrifar
Fréttablaðið/Stefán
Á grundvelli vettvangs­athugunar hjá Arion banka hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að úrbóta sé þörf við virðismat útlána bankans. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu á vef eftirlitsins.

Í athuguninni var úrtak útlána til fimm viðskiptamanna og tengdra aðila skoðað og niðurstöður virðismats með áherslu á bókfært virði skuldbindinganna athugað. Ekki var gerð athugasemd við bókfært virði. Hins vegar fann eftirlitið að skráningarkerfi trygginga þar sem það var ekki talið endurspegla stöðu viðskiptamanna nægilega.

Þá voru dæmi þess að ferli við virðismat var ekki fylgt og að óvissa væri um virði trygginga bankans vegna útlána til eins viðskiptamanns. Þá hafi skilyrðum fyrir lánveitingum til tveggja viðskiptamanna ekki verið fullnægt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×