Boða breytingar á merki KSÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2019 12:15 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðustól fyrir framan merki sambandsins. mynd/ksí Meðal þeirra verkefna sem auglýsingastofan Brandenburg mun sinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands, sem endurskoðar nú vörumerkjamál sín, er að ráðast í breytingar á sjálfu auðkenni sambandsins. Vonir standa til að hægt verði að kynna afrakstur vinnunnar í upphafi nýs árs, í aðdraganda Evrópumóts karla í knattspyrnu næsta sumar. „Það er orðið langt síðan vörumerkjamál sambandsins voru skoðuð,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, þegar hann er beðinn um að útskýra hvað það þýðir að auglýsingastofan ætli að styðja við „mótun, uppbyggingu og þróun á vörumerkjum sambandsins,“ eins og það er orðað í tilkynningu sem send var á fjölmiðla fyrir hádegi. Brandenburg var valin úr hópi þriggja auglýsingastofa til að sinna þessari endurskoðun, Ragnar segist þó ekki tilbúinn að fara út í það hvaða hugmyndir auglýsingastofunnar sannfærðu KSÍ um að skipta við sig. Þær verði kynntar síðar. Þó er ljóst að eitt þeirra atriða sem er nú til skoðunar er merki KSÍ, sem sjá má á landsliðsbúningum Íslands, og „hvernig það er notað og birtist. Þau mál er nú verið að endurskoða og móta stefnu fyrir sambandið, “ eins og Ragnar orðar það. „Það liggur alveg ljóst fyrir að verið er að endurskoða gamla merkið.“Núverandi merki KSÍ.Lagaákvæði um merki KSÍ var einmitt breytt á ársþingi sambandsins í upphafi árs og orðalag þess um útlit fjarlægt. Það gaf stjórn sambandsins heimild til breyta útliti merkisins, sem samkvæmt fyrri lögum var lýst með eftirfarandi hætti:„Sýnir fánaveifu og knött fyrir ofan KSÍ skammstöfunina. Merkið er í íslensku fánalitunum, grunnurinn er hvítur, bókstafir bláir, fánaveifa blá, hvít og rauð, og knöttur blár og hvítur.“ Markmiðið yfirstandandi endurskoðunar sé að „styrkja vörumerki KSÍ“ að sögn Ragnars, ekki síst að auka tekjumöguleika þess - til að mynda í útlöndum. „Eins og við höfum séð á síðustu stórmótum, þá er það ekki bara Íslendingar sem hafa haft áhuga á landsliðunum heldur líka útlendingar sem hafa verið að kaupa alls konar varning þeim tengdum,“ segir Ragnar. En hvernig ætlar Brandenburg að auka tekjumöguleika KSÍ? Hvað er undir? „Það er heildarútlit alls þess varnings og búninga sem þetta merki mun birtast á.“ Brandenburg muni þó líklega ekki hlutast til um hönnun sjálfs landsliðsbúningsins, það hefur alla jafna verið á könnu fataframleiðandans sem KSÍ semur við hverju sinni. Ragnar telur þessa heildarvörumerkjaendurskoðun KSÍ tímabæra og vísar til útlenskra fordæma. „Við erum að sjá að erlend félög, jafnt landslið sem félagslið, eru að hugsa þessi mál miklu stærra. Þetta er miklu meira en bara einhver treyja. Það er orðinn mikill iðnaður í kringum þetta, sem KSÍ ætlar sér að fara að nota á markvissari hátt og hvetja undirfélög sín til að gera slíkt hið sama,“ segir Ragnar.Fulltrúar KSÍ og Brandenburgar stilltu sér upp á Laugardalsvelli.brandenburgOg hvað þýðir það?„Í rauninni erum við að tala um alla snertifleti þar sem vörumerkið kemur við sögu. Búningar, auglýsingavörur, leikvöllurinn sjálfur og bara heildarásjóna sambandsins og landsliðanna.“ Víða erlendis sé varningur tengdur landssamböndunum orðinn að tískuvöru. „Maður sá til að mynda í síðustu heimsmeistarakeppni þá þótti landsliðsbúningur Nígeríu heitasta varan í tískubransanum“ segir Ragnar. Alveg þangað til að þeir unnu íslenska landsliðið 2-0 í riðlakeppninni. „Já, þá minnkaði alla vega áhuginn hér,“ segir Ragnar og hlær. Hann býst við því að fyrsti afrakstur vörumerkjavinnu Brandenburgar verði ljós innan nokkurra mánaða, í upphafi næsta árs. „Það er bara vonandi að við komumst inn á næsta stórmót,“ segir Ragnar og vísar þar til Evrópumótsins næsta sumar. „EM alls staðar,“ eins og það er stundum kallað, vegna þess að keppt verður víða um Evrópu. Hver veit nema að íslenska landsliðið muni mæta þar til leiks, með nýtt merki KSÍ á brjóstkassanum. Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Sjá meira
Meðal þeirra verkefna sem auglýsingastofan Brandenburg mun sinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands, sem endurskoðar nú vörumerkjamál sín, er að ráðast í breytingar á sjálfu auðkenni sambandsins. Vonir standa til að hægt verði að kynna afrakstur vinnunnar í upphafi nýs árs, í aðdraganda Evrópumóts karla í knattspyrnu næsta sumar. „Það er orðið langt síðan vörumerkjamál sambandsins voru skoðuð,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, þegar hann er beðinn um að útskýra hvað það þýðir að auglýsingastofan ætli að styðja við „mótun, uppbyggingu og þróun á vörumerkjum sambandsins,“ eins og það er orðað í tilkynningu sem send var á fjölmiðla fyrir hádegi. Brandenburg var valin úr hópi þriggja auglýsingastofa til að sinna þessari endurskoðun, Ragnar segist þó ekki tilbúinn að fara út í það hvaða hugmyndir auglýsingastofunnar sannfærðu KSÍ um að skipta við sig. Þær verði kynntar síðar. Þó er ljóst að eitt þeirra atriða sem er nú til skoðunar er merki KSÍ, sem sjá má á landsliðsbúningum Íslands, og „hvernig það er notað og birtist. Þau mál er nú verið að endurskoða og móta stefnu fyrir sambandið, “ eins og Ragnar orðar það. „Það liggur alveg ljóst fyrir að verið er að endurskoða gamla merkið.“Núverandi merki KSÍ.Lagaákvæði um merki KSÍ var einmitt breytt á ársþingi sambandsins í upphafi árs og orðalag þess um útlit fjarlægt. Það gaf stjórn sambandsins heimild til breyta útliti merkisins, sem samkvæmt fyrri lögum var lýst með eftirfarandi hætti:„Sýnir fánaveifu og knött fyrir ofan KSÍ skammstöfunina. Merkið er í íslensku fánalitunum, grunnurinn er hvítur, bókstafir bláir, fánaveifa blá, hvít og rauð, og knöttur blár og hvítur.“ Markmiðið yfirstandandi endurskoðunar sé að „styrkja vörumerki KSÍ“ að sögn Ragnars, ekki síst að auka tekjumöguleika þess - til að mynda í útlöndum. „Eins og við höfum séð á síðustu stórmótum, þá er það ekki bara Íslendingar sem hafa haft áhuga á landsliðunum heldur líka útlendingar sem hafa verið að kaupa alls konar varning þeim tengdum,“ segir Ragnar. En hvernig ætlar Brandenburg að auka tekjumöguleika KSÍ? Hvað er undir? „Það er heildarútlit alls þess varnings og búninga sem þetta merki mun birtast á.“ Brandenburg muni þó líklega ekki hlutast til um hönnun sjálfs landsliðsbúningsins, það hefur alla jafna verið á könnu fataframleiðandans sem KSÍ semur við hverju sinni. Ragnar telur þessa heildarvörumerkjaendurskoðun KSÍ tímabæra og vísar til útlenskra fordæma. „Við erum að sjá að erlend félög, jafnt landslið sem félagslið, eru að hugsa þessi mál miklu stærra. Þetta er miklu meira en bara einhver treyja. Það er orðinn mikill iðnaður í kringum þetta, sem KSÍ ætlar sér að fara að nota á markvissari hátt og hvetja undirfélög sín til að gera slíkt hið sama,“ segir Ragnar.Fulltrúar KSÍ og Brandenburgar stilltu sér upp á Laugardalsvelli.brandenburgOg hvað þýðir það?„Í rauninni erum við að tala um alla snertifleti þar sem vörumerkið kemur við sögu. Búningar, auglýsingavörur, leikvöllurinn sjálfur og bara heildarásjóna sambandsins og landsliðanna.“ Víða erlendis sé varningur tengdur landssamböndunum orðinn að tískuvöru. „Maður sá til að mynda í síðustu heimsmeistarakeppni þá þótti landsliðsbúningur Nígeríu heitasta varan í tískubransanum“ segir Ragnar. Alveg þangað til að þeir unnu íslenska landsliðið 2-0 í riðlakeppninni. „Já, þá minnkaði alla vega áhuginn hér,“ segir Ragnar og hlær. Hann býst við því að fyrsti afrakstur vörumerkjavinnu Brandenburgar verði ljós innan nokkurra mánaða, í upphafi næsta árs. „Það er bara vonandi að við komumst inn á næsta stórmót,“ segir Ragnar og vísar þar til Evrópumótsins næsta sumar. „EM alls staðar,“ eins og það er stundum kallað, vegna þess að keppt verður víða um Evrópu. Hver veit nema að íslenska landsliðið muni mæta þar til leiks, með nýtt merki KSÍ á brjóstkassanum.
Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Sjá meira