Erlent

Kona lést eftir sprengingu í kynja­veislu

Atli Ísleifsson skrifar
Kynjaveislur hafa verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum.
Kynjaveislur hafa verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum. Getty
Kona á sextugsaldri lést eftir að hafa fengið aðskoðahlut í sig eftir sprengingu í veislu þar sem verið var að afhjúpa kyn barns sem önnur kona gekk með. Atvikið átti sér stað í Knoxville í Iowa í Bandaríkjunum síðasta laugardag.

CNN hefur eftir lögreglu í Marion-sýslu segir að hin látna hafi verið 56 ára og verið úrskurðuð látin á staðnum. Hún hefur ekki verið nafngreind.

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að sprengingin hafi orðið þegar verið var að tilkynna um kyn barns, en slíkar kynjaveislur hafa verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum. Bjóða verðandi foreldrar þá fjölskyldu og vinum í veislu og er kyn barnsins afhjúpað á einhvern hátt.

Ótal leiðir eru til að afhjúpa kynið í slíkum veislum þar sem oft er notast við litina bleikan og bláan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×