Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2019 13:34 Sýnt var beint frá flugtakinu á Vísi í morgun. Kvikmyndatökumaðurinn Arnar Halldórsson sést hér mynda vélina í flugtaksbruninu en myndskeið hans má sjá hér fyrir neðan. Meira verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/KMU. Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00