Sexí saxi með bíótónum Andreu Þórarinn Þórarinsson skrifar 16. október 2019 22:00 Andrea Gylfadóttir. Andrea Gylfadóttir hefur af og til á síðustu árum sungið við miklar vinsældir lög úr sígildum kvikmyndum við undirleik Bíóbandsins. Hún hefur nú vetursetu á Akureyri annað árið í röð þar sem hún kennir við Tónlistarskóla Akureyrar. Fyrir norðan er hún umkringd úrvalstónlistarfólki, heilli sinfóníuhljómsveit og úrvalshljóðfæraleikurum úr röðum gamalla og nýrra vina og kunningja. Hún ætlar því að sæta færis um næstu helgi og sprengja Bíóbandspælinguna út í nýja og stærri vídd. „Ég var í Bíóbandinu og það er vonandi enn til en við spiluðum tónlist úr kvikmyndum og lög sem eru samin sérstaklega fyrir bíó og þemað er það sama hérna núna,“ segir Andrea sem ætlar að syngja rómuð lög eins og James Bond-lagið Goldfinger og Calling You úr Bagdad Cafe. „Og lög eftir svona mógúla úr kvikmyndatónlistarbransanum eins og Quincy Jones, Ennio Morricone og Henry Mancini,“ sagði Andrea þegar Fréttablaðið náði í skottið á henni á milli kennslustunda.Stórt skref á glæsilegum ferli Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, félagi Andreu úr Todmobile, hefur einnig haslað sér völl fyrir norðan þar sem hann er tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar. „Andrea er að stíga það merka skref á sínum glæsilega ferli að syngja heila tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ segir Þorvaldur býsna ánægður með vinkonu sína og sinfóníuhljómsveitina.Tónleikarnir verða í Hofi, menningarhúsi Akureyrar.Það er ekki nóg með að Andrea hafi sér til fulltingis í það minnsta 25 manna hljómsveit og bakraddir heldur er hún umkringd gömlum vinum og nýjum sem allir skara fram úr hver á sínu hljóðfæri. Þannig mun „saxófónsnillingurinn“ Pillip Doyle keyra tónaflóðið áfram með henni en Andrea segir þennan bandaríska samkennara sinn í Tónlistarskólanum vera mikinn happafeng. „Hann var hérna í fyrra líka og ég kynntist honum þá þótt hann hefði ekki verið að kenna og við höfum verið að spila svolítið saman frá því að hann kom. Hann er alger happafengur.“Þokkafullir tónar Saxófónninn er vitaskuld magnað hljóðfæri sem lyftir allri tónlist í æðra veldi þegar vel er í hann blásið og aðspurð segir Andrea að óneitanlega sé saxinn kynþokkafullur. „Saxinn er sexí, jújú. Það þarf eiginlega að bara að semja lag um þetta: „Saxinn er sexí, saxinn er sexí…“ syngur hún seiðandi í símann eins og henni einni er lagið.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Fréttablaðið/Auðunn NíelssonAndrea þarf hvorki að sækja úrvalslið sitt yfir læk eða heiði þar sem trommarinn Einar Scheving er með annan fótinn á Akureyri, bassahetjan Pálmi Gunnarsson er heimamaður sem og Kjartan Valdemarsson sem hefur útsett lögin og verður hljómsveitarstjóri á þessum sérstöku sinfóníutónleikum. Andrea segist hafa tekið sum lögin á efnisskránni áður með Bíóbandinu en eitthvað sé um frumraunir og útsetningarnar eru nýjar. „Það er svo eitthvað instrúmental inn á milli þannig að aðrir en ég fái að njóta sín, þótt ég sjái nú um bróðurpartinn af þessu,“ segir Reykjavíkurdóttirin sem unir hag sínum vel fyrir norðan og segir óljóst hvað framtíðin beri í skauti sér og hvort hún fari víðar með þessa dagskrá. „En ég kem svo í sollinn með vorinu.“ Tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri laugardagskvöldið 19. október og hefjast klukkan 20. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Andrea Gylfadóttir hefur af og til á síðustu árum sungið við miklar vinsældir lög úr sígildum kvikmyndum við undirleik Bíóbandsins. Hún hefur nú vetursetu á Akureyri annað árið í röð þar sem hún kennir við Tónlistarskóla Akureyrar. Fyrir norðan er hún umkringd úrvalstónlistarfólki, heilli sinfóníuhljómsveit og úrvalshljóðfæraleikurum úr röðum gamalla og nýrra vina og kunningja. Hún ætlar því að sæta færis um næstu helgi og sprengja Bíóbandspælinguna út í nýja og stærri vídd. „Ég var í Bíóbandinu og það er vonandi enn til en við spiluðum tónlist úr kvikmyndum og lög sem eru samin sérstaklega fyrir bíó og þemað er það sama hérna núna,“ segir Andrea sem ætlar að syngja rómuð lög eins og James Bond-lagið Goldfinger og Calling You úr Bagdad Cafe. „Og lög eftir svona mógúla úr kvikmyndatónlistarbransanum eins og Quincy Jones, Ennio Morricone og Henry Mancini,“ sagði Andrea þegar Fréttablaðið náði í skottið á henni á milli kennslustunda.Stórt skref á glæsilegum ferli Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, félagi Andreu úr Todmobile, hefur einnig haslað sér völl fyrir norðan þar sem hann er tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar. „Andrea er að stíga það merka skref á sínum glæsilega ferli að syngja heila tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ segir Þorvaldur býsna ánægður með vinkonu sína og sinfóníuhljómsveitina.Tónleikarnir verða í Hofi, menningarhúsi Akureyrar.Það er ekki nóg með að Andrea hafi sér til fulltingis í það minnsta 25 manna hljómsveit og bakraddir heldur er hún umkringd gömlum vinum og nýjum sem allir skara fram úr hver á sínu hljóðfæri. Þannig mun „saxófónsnillingurinn“ Pillip Doyle keyra tónaflóðið áfram með henni en Andrea segir þennan bandaríska samkennara sinn í Tónlistarskólanum vera mikinn happafeng. „Hann var hérna í fyrra líka og ég kynntist honum þá þótt hann hefði ekki verið að kenna og við höfum verið að spila svolítið saman frá því að hann kom. Hann er alger happafengur.“Þokkafullir tónar Saxófónninn er vitaskuld magnað hljóðfæri sem lyftir allri tónlist í æðra veldi þegar vel er í hann blásið og aðspurð segir Andrea að óneitanlega sé saxinn kynþokkafullur. „Saxinn er sexí, jújú. Það þarf eiginlega að bara að semja lag um þetta: „Saxinn er sexí, saxinn er sexí…“ syngur hún seiðandi í símann eins og henni einni er lagið.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Fréttablaðið/Auðunn NíelssonAndrea þarf hvorki að sækja úrvalslið sitt yfir læk eða heiði þar sem trommarinn Einar Scheving er með annan fótinn á Akureyri, bassahetjan Pálmi Gunnarsson er heimamaður sem og Kjartan Valdemarsson sem hefur útsett lögin og verður hljómsveitarstjóri á þessum sérstöku sinfóníutónleikum. Andrea segist hafa tekið sum lögin á efnisskránni áður með Bíóbandinu en eitthvað sé um frumraunir og útsetningarnar eru nýjar. „Það er svo eitthvað instrúmental inn á milli þannig að aðrir en ég fái að njóta sín, þótt ég sjái nú um bróðurpartinn af þessu,“ segir Reykjavíkurdóttirin sem unir hag sínum vel fyrir norðan og segir óljóst hvað framtíðin beri í skauti sér og hvort hún fari víðar með þessa dagskrá. „En ég kem svo í sollinn með vorinu.“ Tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri laugardagskvöldið 19. október og hefjast klukkan 20.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira