„Mér þykir endalaust vænt um hana“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2019 19:30 Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar. Börn og uppeldi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar.
Börn og uppeldi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira