Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 21:56 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, (t.v.) og Jarosław Kaczyński, leiðtogi og stofnandi Laga- og réttlætisflokksins (t.h.). EPA/ Radek Pietruszka Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35