Borgun þarf að greiða kaupauka sem það felldi niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 13:26 Fjármálaeftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við eftirlit Borgunar með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fréttablaðið/ernir Borgun hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi forstöðumanni alþjóðasviðs fyrirtækisins 1,6 milljónir vegna kaupauka sem forstöðumaðurinn taldi sig eiga rétt á. Borgun hafði tilkynnt honum að kaupaukinn yrði felldur niður þar sem Fjármálaeftirlitið hafði meðal annars gert athugasemdir við innri starfsemi deildarinnar sem maðurinn stýrði. Kaupaukinn sem deilt var fyrir árið 2014 en forstöðumaðurinn hafði fengið 60 prósent kaupaukans greitt í desember það ár. Samkvæmt þágildandi reglum Fjármálaeftirlitsins hafði Borgun hins vegar ákveðið að fresta greiðslu afgangsins um þrjú ár.Þann 9. mars 2018, nokkrum mánuðum eftir að forstöðumaðurinn lét af störfum hjá Borgun, var honum hins vegar tilkynnt að stjórn Borgunar hafi ákveðið að fella niður kaupauka hans vegna áranna 2014, 2015 og 2016 sem áttu að vera til greiðslu 2017, 2018 og 2019. Ekki var hins vegar krafist þess að að forstöðumaðurinn skyldi endurgreiða það sem þegar hafði verið greitt vegna kaupaukans 2014. Töldu skilyrði fyrir greiðslu kaupaukans ekki lengur vera fyrir hendi Byggði Borgun ákvörðun sína á því að niðurstaða athugunar FME á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hafði leitt í ljós að brotalamir væru á innri starfsemi deildarinnar sem starfsmaðurinn var í forstöðu fyrir. Ekki væru því lengur skilyrði fyrir greiðslu kaupaukans. Umrætt mál var sent til Héraðssaksóknara til rannsóknar sem lét það niður falla í janúar á síðasta ári.Hins vegar byggði Borgun á því að samkvæmt reglum FME skyldi kaupauki ekki greiddur ef staða Borgunar hefði versnað verulega eða útlit væri fyrir að hún myndi versna verulega þegar að fyrirhuguðum greiðsludegi kæmi. Þessi skilyrði taldi Borgun að hafi ótvírætt verið fyrir hendi í því tilviki sem deilt var um í þessu máli.Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/VilhelmSá eini sem varð fyrir niðurfellingu kaupauka Forstöðumaðurinn fyrrverandi sætti sig hins vegar ekki við að Borgun ætlaði sér ekki að greiða 40 prósentin sem eftir stóðu af kaupaukanum fyrir árið 2014 og höfðaði því mál gegn fyrirtækinu til greiðslu þess sem eftir stóð.Byggði hann mál sitt á því að skilyrði til afturköllunar kaupukans samkvæmt ákvæðum kaupaukasamnings hans og Borgunar hafi ekki verið fyrir hendi. Um hafi verið að ræða hluta af starfskjörum hans, endurgjald fyrir vinnu sem þegar hafi verið innt af hendi. Niðurstaða ársreikninga Borgunar sýni jafnframt að ekki hafi komið til neikvæðra áhrifa vegna niðurstöðu Rannsóknar FME.Þá hafi hann í einu og öllu hagað störfum sínum af trúmennsku og í samræmi við verklagsreglur Borgunar. Þá benti hann á að hann hafi verið sá eini af starfsmönnum Borgunar sem hafi verið gert að sæta skerðingu á kaupauka þeim hætti sem deilt var um í málinu. Fylgdi stefnu og starfsreglum BorgunarÍ niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki sé hægt að líta svo á Borgun hafi verið heimilt að fella niður kaupaukann á þeim grundvelli að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi versnað. Ef svo hefði verið hlyti afturköllunin að eiga jafnt við alla þá starfsmenn sem nutu kaupaukans, í það minnsta þá starfsmenn sem unni í sömu deild og forstöðumaðurinn. Fyrir lægi að aðrir starfsmenn hafi hins vegar fengið kaupauka fyrir árið 2014 uppgerða að fullu.Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði annað séð en að forstöðumaðurinn hafi í starfi sínu að fullu fylgt stefnu og verklagsreglum Borgunar. Þetta ætti einnig við um þær verklagsreglur sem FME taldi ófullnægjandi. Því hafi Borgun ekki verið stætt á því að afturkalla kaupaukann sem deilt var um.Var Borgun því dæmt til að greiða forstöðumanninum fyrrverandi 1,6 milljónir, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf Borgun einnig að greiða manninum málskostnað, 1,2 milljónir. Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Borgun hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi forstöðumanni alþjóðasviðs fyrirtækisins 1,6 milljónir vegna kaupauka sem forstöðumaðurinn taldi sig eiga rétt á. Borgun hafði tilkynnt honum að kaupaukinn yrði felldur niður þar sem Fjármálaeftirlitið hafði meðal annars gert athugasemdir við innri starfsemi deildarinnar sem maðurinn stýrði. Kaupaukinn sem deilt var fyrir árið 2014 en forstöðumaðurinn hafði fengið 60 prósent kaupaukans greitt í desember það ár. Samkvæmt þágildandi reglum Fjármálaeftirlitsins hafði Borgun hins vegar ákveðið að fresta greiðslu afgangsins um þrjú ár.Þann 9. mars 2018, nokkrum mánuðum eftir að forstöðumaðurinn lét af störfum hjá Borgun, var honum hins vegar tilkynnt að stjórn Borgunar hafi ákveðið að fella niður kaupauka hans vegna áranna 2014, 2015 og 2016 sem áttu að vera til greiðslu 2017, 2018 og 2019. Ekki var hins vegar krafist þess að að forstöðumaðurinn skyldi endurgreiða það sem þegar hafði verið greitt vegna kaupaukans 2014. Töldu skilyrði fyrir greiðslu kaupaukans ekki lengur vera fyrir hendi Byggði Borgun ákvörðun sína á því að niðurstaða athugunar FME á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hafði leitt í ljós að brotalamir væru á innri starfsemi deildarinnar sem starfsmaðurinn var í forstöðu fyrir. Ekki væru því lengur skilyrði fyrir greiðslu kaupaukans. Umrætt mál var sent til Héraðssaksóknara til rannsóknar sem lét það niður falla í janúar á síðasta ári.Hins vegar byggði Borgun á því að samkvæmt reglum FME skyldi kaupauki ekki greiddur ef staða Borgunar hefði versnað verulega eða útlit væri fyrir að hún myndi versna verulega þegar að fyrirhuguðum greiðsludegi kæmi. Þessi skilyrði taldi Borgun að hafi ótvírætt verið fyrir hendi í því tilviki sem deilt var um í þessu máli.Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/VilhelmSá eini sem varð fyrir niðurfellingu kaupauka Forstöðumaðurinn fyrrverandi sætti sig hins vegar ekki við að Borgun ætlaði sér ekki að greiða 40 prósentin sem eftir stóðu af kaupaukanum fyrir árið 2014 og höfðaði því mál gegn fyrirtækinu til greiðslu þess sem eftir stóð.Byggði hann mál sitt á því að skilyrði til afturköllunar kaupukans samkvæmt ákvæðum kaupaukasamnings hans og Borgunar hafi ekki verið fyrir hendi. Um hafi verið að ræða hluta af starfskjörum hans, endurgjald fyrir vinnu sem þegar hafi verið innt af hendi. Niðurstaða ársreikninga Borgunar sýni jafnframt að ekki hafi komið til neikvæðra áhrifa vegna niðurstöðu Rannsóknar FME.Þá hafi hann í einu og öllu hagað störfum sínum af trúmennsku og í samræmi við verklagsreglur Borgunar. Þá benti hann á að hann hafi verið sá eini af starfsmönnum Borgunar sem hafi verið gert að sæta skerðingu á kaupauka þeim hætti sem deilt var um í málinu. Fylgdi stefnu og starfsreglum BorgunarÍ niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki sé hægt að líta svo á Borgun hafi verið heimilt að fella niður kaupaukann á þeim grundvelli að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi versnað. Ef svo hefði verið hlyti afturköllunin að eiga jafnt við alla þá starfsmenn sem nutu kaupaukans, í það minnsta þá starfsmenn sem unni í sömu deild og forstöðumaðurinn. Fyrir lægi að aðrir starfsmenn hafi hins vegar fengið kaupauka fyrir árið 2014 uppgerða að fullu.Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði annað séð en að forstöðumaðurinn hafi í starfi sínu að fullu fylgt stefnu og verklagsreglum Borgunar. Þetta ætti einnig við um þær verklagsreglur sem FME taldi ófullnægjandi. Því hafi Borgun ekki verið stætt á því að afturkalla kaupaukann sem deilt var um.Var Borgun því dæmt til að greiða forstöðumanninum fyrrverandi 1,6 milljónir, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf Borgun einnig að greiða manninum málskostnað, 1,2 milljónir.
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20
Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00