Viðskipti innlent

Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. arion banki
Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi.

Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem Arion banki sendi til kauphallar í kvöld. Þar eru sérstaklega tilgreindir þrír þættir sem skýra aukið tap á fjórðungnum:

„Vegna erfiðra markaðsaðstæðna, m.a. lágs sílikonverðs á heimsmarkaði, niðurfærir Arion banki eignir Stakksbergs um 1,5 milljarð króna. Stakksberg er eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík sem er í söluferli. Unnið hefur verið að undirbúningi sölu verksmiðjunnar m.a. með umhverfismati og nýjum samningum við orkufyrirtæki.

Vegna erfiðleika í ferðaþjónustu telur Arion banki ástæðu til að niðurfæra eignir TravelCo um 600 milljónir króna. Frá yfirtöku bankans á rekstri ferðaskrifstofanna sem heyra undir TravelCo hefur undirbúningi og söluferli miðað áfram og stefnt er að sölu þeirra á komandi mánuðum.

Auknu tapi í starfsemi Valitor sem er einkum tilkomið vegna kostnaðar við fækkun starfsfólks og skipulagsbreytinga í lok september. Kostnaður við aðgerðirnar nam rúmlega 200 milljónum króna. Áhrif Valitor á aflagða starfsemi og eignir til sölu nema samtals um 900 milljónum króna.“

Þá segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, meðal annars sem snúa að arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Afkoma bankanas fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 30. október næstkomandi.


Tengdar fréttir

Arion segir upp 100 manns

Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×