Utanríkisráðherra mun aldrei samþykkja ríkisábyrgð á bankainnistæður Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2019 21:15 Utanríkisráðherra leggst gegn því að gerð Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á innistæður í bönkum verði tekin upp hér á landi og hann muni aldrei standa að því á meðan hann gegni embætti utanríkisráðherra. Bankar muni fara á hausinn í framtíðinni og með því að samþykkja ríkisábyrgð sé Icesave vörnin farin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur skýrslum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á Alþingi í dag, annars vegar skýrslu starfshóps sem þrettán þingmenn óskuðu eftir og síðan skýrslu um framkvæmd samningsins undanfarið ár. Hann sagði þátttöku einstakra ráðuneyta og stofnana við tillögumótun innan EES samstarfsins hafa verið eflda þannig að Íslendingar kæmu að málum á frumstigi þeirra. En hann nefndi einnig mál sem verið hafi í mótun hjá Evrópusambandinu allt frá 2014 sem hann myndi aldrei samþiggja sem væri upptaka ríkisábygðar á innistæður í bönkum. Hann hafi fyrst andmælt þessu árið 2014. „Nægir að nefna að Icesavemál framtíðarinnar munu tapast verði slíkt ákvæði tekið upp í íslensk lög. Og það er alveg sama hversu góð kerfi Evrópusambandið eða aðrir finna upp; bankar munu fara á hausinn,“ sagði utanríkisráðherra. Kerfið sem var í gildi fyrir bankahrunið hafi átt að koma í veg fyrir slík áföll. „Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég mun sem utanríkisráðherra Íslands aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES nefndinni eða á vettvangi EES samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnistæður. Aldrei,“ sagði Guðlaugur Þór. Þingmenn flestra flokka lýstu ánægju með skýrslurnar sem utanríkisráðherra mælti fyrir en ítrekuðu að íslensk stjórnvöld stæðu betur vaktina við mótun mála innan EES samstarfsins. Þó mátti skynja efasemdir hjá Ólafi Íslifssyni sem var fyrstu flutningsmaður á beiðni um gerð skýrslu um kosti og galla EES samstarfsins, meðal annars út af orkupakkamálinu þar sem skýrsla um stöðu mála hefði mátt koma fram fyrr. „Þess vegna fagna ég þeirri umræðu sem er hér um það að við beitum okkur í þessu ferli öllu saman á fyrri stigum en okkur auðnaðist að gera í orkupakkamálinu,“ sagði Ólafur. Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Utanríkisráðherra leggst gegn því að gerð Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á innistæður í bönkum verði tekin upp hér á landi og hann muni aldrei standa að því á meðan hann gegni embætti utanríkisráðherra. Bankar muni fara á hausinn í framtíðinni og með því að samþykkja ríkisábyrgð sé Icesave vörnin farin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur skýrslum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á Alþingi í dag, annars vegar skýrslu starfshóps sem þrettán þingmenn óskuðu eftir og síðan skýrslu um framkvæmd samningsins undanfarið ár. Hann sagði þátttöku einstakra ráðuneyta og stofnana við tillögumótun innan EES samstarfsins hafa verið eflda þannig að Íslendingar kæmu að málum á frumstigi þeirra. En hann nefndi einnig mál sem verið hafi í mótun hjá Evrópusambandinu allt frá 2014 sem hann myndi aldrei samþiggja sem væri upptaka ríkisábygðar á innistæður í bönkum. Hann hafi fyrst andmælt þessu árið 2014. „Nægir að nefna að Icesavemál framtíðarinnar munu tapast verði slíkt ákvæði tekið upp í íslensk lög. Og það er alveg sama hversu góð kerfi Evrópusambandið eða aðrir finna upp; bankar munu fara á hausinn,“ sagði utanríkisráðherra. Kerfið sem var í gildi fyrir bankahrunið hafi átt að koma í veg fyrir slík áföll. „Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég mun sem utanríkisráðherra Íslands aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES nefndinni eða á vettvangi EES samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnistæður. Aldrei,“ sagði Guðlaugur Þór. Þingmenn flestra flokka lýstu ánægju með skýrslurnar sem utanríkisráðherra mælti fyrir en ítrekuðu að íslensk stjórnvöld stæðu betur vaktina við mótun mála innan EES samstarfsins. Þó mátti skynja efasemdir hjá Ólafi Íslifssyni sem var fyrstu flutningsmaður á beiðni um gerð skýrslu um kosti og galla EES samstarfsins, meðal annars út af orkupakkamálinu þar sem skýrsla um stöðu mála hefði mátt koma fram fyrr. „Þess vegna fagna ég þeirri umræðu sem er hér um það að við beitum okkur í þessu ferli öllu saman á fyrri stigum en okkur auðnaðist að gera í orkupakkamálinu,“ sagði Ólafur.
Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent