Ekki lengur þörf á að sjóða vatn úr Grábrókarhrauni Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 10:46 Frá Borgarnesi. Bólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Vísir/egill Veitur hafa aflétt tilmælum til viðskiptavina vatnsveitu fyrirtækisins úr Grábrókarhrauni um suðu neysluvatns. Þetta er gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Í tilkynningu frá Veitum segir að sýni tekin úr vatnsbólinu sjálfu og víðar úr veitukerfinu síðustu daga hafi staðist gæðakröfur. Hafi verið settur upp lýsingarbúnaður við vatnsbólið sem tryggi enn frekar öryggi vatnsins. Bólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Grunur vaknaði fyrst fimmtudaginn 3. október um gerlamengun í vatnsbólinu í Grábrókarhrauni. „Þá þegar ráðlögðu Veitur íbúum að sjóða neysluvatn. Daginn eftir var þeim tilmælum aflétt þar sem nýjustu sýni úr vatnsbólinu stóðust kröfur. Engu að síður ákváðu Veitur að hefja daglega sýnatöku úr vatnsbólinu og að setja þar upp lýsingarbúnað. Lýsing á vatni með útfjólubláu ljósi er mjög áhrifarík leið til að hreinsa drykkjarvatn og gera það öruggt til neyslu án þess að hafa önnur áhrif á vatnið eða gæði þess. Viku síðar, fimmtudaginn 10. október, vaknaði aftur grunur um að gerlar væru í vatninu. Þá gáfu Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út tilmæli um suðu neysluvatns frá vatnsbólinu. Í ljósi þess hversu stutt var frá fyrri grun og að stutt væri í að lýsingarbúnaður væri orðinn virkur, var ákveðið í öryggisskyni að láta tilmælin ná til dagsins í dag, miðvikudagsins 16. október,“ segir í tilkynningunni. Borgarbyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. 11. október 2019 10:21 Ráðherra sýður neysluvatn vegna e-coli Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má vatn í pottum og flöskum. 15. október 2019 20:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Veitur hafa aflétt tilmælum til viðskiptavina vatnsveitu fyrirtækisins úr Grábrókarhrauni um suðu neysluvatns. Þetta er gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Í tilkynningu frá Veitum segir að sýni tekin úr vatnsbólinu sjálfu og víðar úr veitukerfinu síðustu daga hafi staðist gæðakröfur. Hafi verið settur upp lýsingarbúnaður við vatnsbólið sem tryggi enn frekar öryggi vatnsins. Bólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Grunur vaknaði fyrst fimmtudaginn 3. október um gerlamengun í vatnsbólinu í Grábrókarhrauni. „Þá þegar ráðlögðu Veitur íbúum að sjóða neysluvatn. Daginn eftir var þeim tilmælum aflétt þar sem nýjustu sýni úr vatnsbólinu stóðust kröfur. Engu að síður ákváðu Veitur að hefja daglega sýnatöku úr vatnsbólinu og að setja þar upp lýsingarbúnað. Lýsing á vatni með útfjólubláu ljósi er mjög áhrifarík leið til að hreinsa drykkjarvatn og gera það öruggt til neyslu án þess að hafa önnur áhrif á vatnið eða gæði þess. Viku síðar, fimmtudaginn 10. október, vaknaði aftur grunur um að gerlar væru í vatninu. Þá gáfu Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út tilmæli um suðu neysluvatns frá vatnsbólinu. Í ljósi þess hversu stutt var frá fyrri grun og að stutt væri í að lýsingarbúnaður væri orðinn virkur, var ákveðið í öryggisskyni að láta tilmælin ná til dagsins í dag, miðvikudagsins 16. október,“ segir í tilkynningunni.
Borgarbyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. 11. október 2019 10:21 Ráðherra sýður neysluvatn vegna e-coli Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má vatn í pottum og flöskum. 15. október 2019 20:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. 11. október 2019 10:21
Ráðherra sýður neysluvatn vegna e-coli Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má vatn í pottum og flöskum. 15. október 2019 20:39