Grunaður um að hafa haldið fjölskyldunni fanginni á bóndabýlinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 22:45 Bóndabýlið þar sem fjölskyldan fannst. epa/Wilbert Bijzitter 58 ára gamall maður hefur verið handtekinn í Hollandi, grunaður um að hafa haldið hollenskri fjölskyldu fanginni á afskekktu bóndabýli í allt að því áratug að því er talið er. Á vef BBC segir að maðurinn, Josef B, sé frá Austurríki. Hann var handtekinn í gær, sama dag og fjölskyldan fannst, fyrir að neita að hlýða fyrirmælum lögreglu þegar hún var við leit á bóndabýlinu. Mun hann koma fyrir dómara á morgun. Maðurinn leigir bóndabýlið en óvíst er hvaða tengsl hann hefur við fjölskylduna. Í tilkynningu frá hollensku lögreglunni í dag sagði að hún hefði fundið sex manns í litlu rými á bóndabýlinu. Ekki var um kjallarann að ræða, eins og sagt var frá í fyrstu, en rýminu var hægt að læsa. Þá hefur lögreglan ekki staðfest fregnir þess efnis að fjölskyldan væri á býlinu að bíða eftir heimsendi. „Það er óljóst hvort þau hafi verið þarna af fúsum og frjálsum vilja. Þau gætu hafa verið þarna í níu ár. Þau segjast vera fjölskylda, faðir og fimm börn,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar. Börnin eru uppkomin, á aldrinum 18 til 25 ára. Ekkert þeirra er á skrá hjá yfirvöldum og heldur ekki maðurinn sem þau segja vera föður sinn. Lögreglan fann fólkið í kjölfar þess að einn fjölskyldumeðlimur, 25 ára maður sem heitir Jan, fór á bar í smábænum Ruinerwold, í nágrenni bóndabýlisins, og pantaði sér bjór. Hann ræddi við bareigandann, sagðist hafa flúið og að hann þyrfti aðstoð. Eigandinn kallaði þá til lögreglu sem fór á bóndabýlið og fann systkini Jan og fjölskylduföðurinn. Holland Tengdar fréttir Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. 15. október 2019 22:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
58 ára gamall maður hefur verið handtekinn í Hollandi, grunaður um að hafa haldið hollenskri fjölskyldu fanginni á afskekktu bóndabýli í allt að því áratug að því er talið er. Á vef BBC segir að maðurinn, Josef B, sé frá Austurríki. Hann var handtekinn í gær, sama dag og fjölskyldan fannst, fyrir að neita að hlýða fyrirmælum lögreglu þegar hún var við leit á bóndabýlinu. Mun hann koma fyrir dómara á morgun. Maðurinn leigir bóndabýlið en óvíst er hvaða tengsl hann hefur við fjölskylduna. Í tilkynningu frá hollensku lögreglunni í dag sagði að hún hefði fundið sex manns í litlu rými á bóndabýlinu. Ekki var um kjallarann að ræða, eins og sagt var frá í fyrstu, en rýminu var hægt að læsa. Þá hefur lögreglan ekki staðfest fregnir þess efnis að fjölskyldan væri á býlinu að bíða eftir heimsendi. „Það er óljóst hvort þau hafi verið þarna af fúsum og frjálsum vilja. Þau gætu hafa verið þarna í níu ár. Þau segjast vera fjölskylda, faðir og fimm börn,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar. Börnin eru uppkomin, á aldrinum 18 til 25 ára. Ekkert þeirra er á skrá hjá yfirvöldum og heldur ekki maðurinn sem þau segja vera föður sinn. Lögreglan fann fólkið í kjölfar þess að einn fjölskyldumeðlimur, 25 ára maður sem heitir Jan, fór á bar í smábænum Ruinerwold, í nágrenni bóndabýlisins, og pantaði sér bjór. Hann ræddi við bareigandann, sagðist hafa flúið og að hann þyrfti aðstoð. Eigandinn kallaði þá til lögreglu sem fór á bóndabýlið og fann systkini Jan og fjölskylduföðurinn.
Holland Tengdar fréttir Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. 15. október 2019 22:15 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. 15. október 2019 22:15