Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 21:00 Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vísir/Baldur Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“ Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“
Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira