Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 21:00 Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vísir/Baldur Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“ Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“
Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira