Netið notað til að brjótast inn í lækningatæki Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Lögreglan telur fjölgun netglæpa áhyggjuefni. Aðeins hluti brotanna endi á borði lögreglu og afbrotamennirnir finni sífellt nýjar leiðir til að ná sínu fram. Til að mynda sé hægt að nota dróna í annarlegum tilgangi og nýta netið til að brjótast inn í lækningatæki. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Á meðal þeirra sem hélt þar erindi var Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði það áhyggjuefni hversu mikið brotum, þar sem netið er notað, hafi fjölgað og að aðeins brot af þeim endi á borði lögreglu. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að það er náttúrulega í auknu mæli sem að eru brot framin með ýmsum hætti sem að tengist netinu. Það er annaðhvort netið er notað. Við erum að tala um brot sem eru þannig að það er verið að brjótast inn í tölvukerfi. Það er verið að nota tölvur til þess að líka brjótast inn í samskipti fólks og oft er það þannig að tilgangurinn er að ná í fjármuni,“ segir Karl. Hann telur jafnframt að talsvert meira sé um þessi brot en þau sem rati á borð lögreglunnar. „Það séu bæði fyrirtæki og einstaklingar sem að kannski skammast sín fyrir að þetta hafi gerst fyrir þau og vilja ekki tilkynna það,“ segir Karl. Sífellt nýjar leiðir eru farnar til að nýta netið þegar afbrot eru framin. „Það er auðvitað hægt að nota dróna til dæmis og það er hægt að brjótast inn í svo margt. Það er auðvitað allskyns stofnanir eins og við höfum kannski séð sem er hægt að vinna tjón á með netinnbrotum. Það er líka auðvitað hægt að brjótast inn í þess vegna lækningatæki. Þetta er bara gerir það að verkum að við verðum að hafa svona í gangi ákveðna vitundarvakningu á hvaða hættum við stöndum frammi fyrir,“ segir Karl. Lögreglumál Netöryggi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Lögreglan telur fjölgun netglæpa áhyggjuefni. Aðeins hluti brotanna endi á borði lögreglu og afbrotamennirnir finni sífellt nýjar leiðir til að ná sínu fram. Til að mynda sé hægt að nota dróna í annarlegum tilgangi og nýta netið til að brjótast inn í lækningatæki. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Á meðal þeirra sem hélt þar erindi var Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði það áhyggjuefni hversu mikið brotum, þar sem netið er notað, hafi fjölgað og að aðeins brot af þeim endi á borði lögreglu. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að það er náttúrulega í auknu mæli sem að eru brot framin með ýmsum hætti sem að tengist netinu. Það er annaðhvort netið er notað. Við erum að tala um brot sem eru þannig að það er verið að brjótast inn í tölvukerfi. Það er verið að nota tölvur til þess að líka brjótast inn í samskipti fólks og oft er það þannig að tilgangurinn er að ná í fjármuni,“ segir Karl. Hann telur jafnframt að talsvert meira sé um þessi brot en þau sem rati á borð lögreglunnar. „Það séu bæði fyrirtæki og einstaklingar sem að kannski skammast sín fyrir að þetta hafi gerst fyrir þau og vilja ekki tilkynna það,“ segir Karl. Sífellt nýjar leiðir eru farnar til að nýta netið þegar afbrot eru framin. „Það er auðvitað hægt að nota dróna til dæmis og það er hægt að brjótast inn í svo margt. Það er auðvitað allskyns stofnanir eins og við höfum kannski séð sem er hægt að vinna tjón á með netinnbrotum. Það er líka auðvitað hægt að brjótast inn í þess vegna lækningatæki. Þetta er bara gerir það að verkum að við verðum að hafa svona í gangi ákveðna vitundarvakningu á hvaða hættum við stöndum frammi fyrir,“ segir Karl.
Lögreglumál Netöryggi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira