Íslenski boltinn

„Ef það á að fara með Rúnar eitthvert þá á að keyra hann niður í Laugardal“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Kristinsson fagnar í sumar.
Rúnar Kristinsson fagnar í sumar. vísir/getty
KR er Íslandsmeistari í Pepsi Max-deild karla en þeir enduðu fjórtán stigum á undan Breiðablik sem endaði í öðru sæti deildarinnar.

Í uppgjörsþætti Pepsi Max-markanna á laugardagskvöldið var farið yfir tímabilið hjá KR sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2013.

„Rúnar er á sínu öðru ári en það tók hann fyrsta árið að finna sitt lið. Manni fannst augljóst strax í vetur að það var rosaleg stemning og liðsheild og þeir komu á mesta fluginu inn í mótið,“ sagði Atli Viðar Björnsson.

Rúnar Kristinsson hefur verið orðaður við brottför frá KR en Atli Viðar segir að það væri best fyrir KR ef hann yrði áfram hjá félaginu um ókomin ár.

„Það væri örugglega það besta sem myndi koma fyrir KR að hann myndi skjóta rótum og vera þar. Hann var í viðtali í vikunni þar sem hann sagði að það þyrfti að vera verulega spennandi til að hann myndi rífa sig upp.“

Máni Pétursson segir að samstaðan í KR-liðinu hafi skilað miklu í sumar.

„Allt sem þeir gerðu, þegar þeir lentu í málum eins og með Björgvin, þá voru þeir alltaf að tækla alla hluti mjög vel.“

Logi Ólafsson segir að ef Rúnar fari eitthvað, þá eigi hann að taka við íslenska landsliðinu.

„Breiddin og samkeppnin hefur skilað þeim þessu sem þeir hafa náð. Þekkjandi þessa menn og ef það á að fara með Rúnar eitthvað þá á að keyra hann niður í Laugardal og taka við landsliðinu. Það er mín skoðun.“

„Þetta eru ekki stór orð heldur er þetta mín skoðun,“ bætti Logi við. En er Rúnar betri kostur en Hamrén? „Ég er ekki í vafa um það en ég held að Rúnar myndi henta vel þar.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×