Erlent

Bretar út­listi Brexit-hug­myndir sínar að fullu

Atli Ísleifsson skrifar
Jean-Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann lætur brátt af störfum.
Jean-Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann lætur brátt af störfum. Getty
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvetur bresku ríkistjórnina til að útlista áætlun sína um Brexit að fullu. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði áður sakað Boris Johnson forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunarinnar á efnahagslíf Íra.

Enn sem komið er hafa Bretar aðeins gefið út sjö blaðsíðna útdrátt úr áætlun sinni sem ætlað er að ná samkomulagi um útgöngu þeirra úr ESB fyrir 31. október næstkomandi.

Skjalið allt er hins vegar 44 síður að lengd og óttast Varadkar að í smáa letrinu leynist hlutir sem komi Írum illa, en deilur um hvernig haga skuli samskiptum Norður-Íra og Íra eftir Brexit hafa verið einn helsti ásteytingarsteinninn í Brexit-málinu.


Tengdar fréttir

Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons

Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×