Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2019 10:56 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. Lögmaður þeirra gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Eignir tónlistarmannanna, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, voru kyrrsettar við rannsókn málsins. Eignirnar námu um 800 milljónum króna. Eignir liðsmanna Sigur Rósar verða áfram kyrrsettar þar til Landsréttur hefur tekið málið fyrir. Bjarnfreður Ólafsson. Niðurstaðan til marks um kerfisvanda Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir í samtali við Vísi að frávísunin sé í fullkomnu samræmi við málflutning sveitarinnar. Héraðssaksóknari hefur þegar kært úrskurðinn til Landsréttar. Það hafi verið viðbúið segir Bjarnfreður. Hann segir niðurstöðuna endurspegla þann „kerfisvanda“ sem Íslendingar búa við. Þrjár sjálfstæðar stofnanir rannsaki brot sem þetta hér á landi, samanborið við tvær stofnanir í löndunum „sem við berum okkur saman við.“ Vísar Bjarnfreður þar til skattrannsóknarstjóra, ríkisskattastjóra og svo að lokum saksóknara, sem allar rannsaka brotin með sjálfstæðum hætti. Þessu sé öðruvísi farið erlendis. „Ef skattyfirvöld komast að því að það er eitthvað að, í skattskilum viðkomandi aðila, þá er annað hvort málið tekið áfram sem eftirlitsmál eða þá að það er strax sent á saksóknara og rekið samhliða. Álitamálin í löndunum í kringum okkur er ekki þessi kerfisvandi heldur hvort málin séu rekin samhliða,“ segir Bjarnfreður. Hann telur mikilvægt að gera bragarbót á þessum málaflokki og bendir á að það hafi verið til umræðu á vettvangi Alþingis. Hann nefnir skýrslu nefndar um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum frá árinu 2013 í því samhengi. Niðurstaða skýrsluhöfunda sé að við þessum kerfisvanda verði að bregðast, án þess þó að það hafi verið gert. „Á meðan er verið að brjóta á mannréttindum. Þannig að þetta er mjög einkennilegt og maður áttar sig ekki alveg á þessu,“ segir Bjarnfreður. Vísuðu til Jóns Ásgeirs Frávísunarkrafa Sigur Rósar meðlima var til meðferðar í héraðsdómi á dögunum og sat blaðamaður Vísis málflutning lögmanna. Bjarnfreður, verjandi fjórmenninganna, vísaði þá til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist frávísunar. Þegar Bjarnfreður rökstuddi kröfu sína um frávísun málsins lagði hann megináherslu á ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um bann við endurtekinni málsmeðferð eða refsingu. Ákærðu hefðu verið til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara áður en það fór fyrir dóm þegar hann fullyrti að málsmeðferðin hafi verið tvöföld og jafnvel þreföld. Sagði hann íslenska ríkið hafa í þrígang fengið á sig áfellisdóma hjá Mannréttindadómstól Evrópu í sambærilegum málum, þar á meðal í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Bjarna Ármannssonar gegn ríkinu. Málið hefði tekið meira en þúsund daga frá því að rannsókn á brotum hófst. Ásmunda B. Baldursdóttir saksóknari sagði við frávísunarkröfuna að mál Sigur Rósar og hinna málanna sem fóru fyrir mannréttindasáttmálann væru ekki sambærileg. Hún viðurkenndi þó að málið hefði tekið langan tíma í rannsókn.Fréttin var uppfærð kl. 11:20 með viðbrögðum frá lögmanni hljómsveitarinnar. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. maí 2019 11:42 Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. september 2019 10:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. Lögmaður þeirra gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Eignir tónlistarmannanna, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, voru kyrrsettar við rannsókn málsins. Eignirnar námu um 800 milljónum króna. Eignir liðsmanna Sigur Rósar verða áfram kyrrsettar þar til Landsréttur hefur tekið málið fyrir. Bjarnfreður Ólafsson. Niðurstaðan til marks um kerfisvanda Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir í samtali við Vísi að frávísunin sé í fullkomnu samræmi við málflutning sveitarinnar. Héraðssaksóknari hefur þegar kært úrskurðinn til Landsréttar. Það hafi verið viðbúið segir Bjarnfreður. Hann segir niðurstöðuna endurspegla þann „kerfisvanda“ sem Íslendingar búa við. Þrjár sjálfstæðar stofnanir rannsaki brot sem þetta hér á landi, samanborið við tvær stofnanir í löndunum „sem við berum okkur saman við.“ Vísar Bjarnfreður þar til skattrannsóknarstjóra, ríkisskattastjóra og svo að lokum saksóknara, sem allar rannsaka brotin með sjálfstæðum hætti. Þessu sé öðruvísi farið erlendis. „Ef skattyfirvöld komast að því að það er eitthvað að, í skattskilum viðkomandi aðila, þá er annað hvort málið tekið áfram sem eftirlitsmál eða þá að það er strax sent á saksóknara og rekið samhliða. Álitamálin í löndunum í kringum okkur er ekki þessi kerfisvandi heldur hvort málin séu rekin samhliða,“ segir Bjarnfreður. Hann telur mikilvægt að gera bragarbót á þessum málaflokki og bendir á að það hafi verið til umræðu á vettvangi Alþingis. Hann nefnir skýrslu nefndar um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum frá árinu 2013 í því samhengi. Niðurstaða skýrsluhöfunda sé að við þessum kerfisvanda verði að bregðast, án þess þó að það hafi verið gert. „Á meðan er verið að brjóta á mannréttindum. Þannig að þetta er mjög einkennilegt og maður áttar sig ekki alveg á þessu,“ segir Bjarnfreður. Vísuðu til Jóns Ásgeirs Frávísunarkrafa Sigur Rósar meðlima var til meðferðar í héraðsdómi á dögunum og sat blaðamaður Vísis málflutning lögmanna. Bjarnfreður, verjandi fjórmenninganna, vísaði þá til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist frávísunar. Þegar Bjarnfreður rökstuddi kröfu sína um frávísun málsins lagði hann megináherslu á ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um bann við endurtekinni málsmeðferð eða refsingu. Ákærðu hefðu verið til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara áður en það fór fyrir dóm þegar hann fullyrti að málsmeðferðin hafi verið tvöföld og jafnvel þreföld. Sagði hann íslenska ríkið hafa í þrígang fengið á sig áfellisdóma hjá Mannréttindadómstól Evrópu í sambærilegum málum, þar á meðal í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Bjarna Ármannssonar gegn ríkinu. Málið hefði tekið meira en þúsund daga frá því að rannsókn á brotum hófst. Ásmunda B. Baldursdóttir saksóknari sagði við frávísunarkröfuna að mál Sigur Rósar og hinna málanna sem fóru fyrir mannréttindasáttmálann væru ekki sambærileg. Hún viðurkenndi þó að málið hefði tekið langan tíma í rannsókn.Fréttin var uppfærð kl. 11:20 með viðbrögðum frá lögmanni hljómsveitarinnar.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. maí 2019 11:42 Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. september 2019 10:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09
Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. maí 2019 11:42
Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. september 2019 10:04