Innlent

Telur brotin margfalt fleiri en skömmin þvælist fyrir

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Snögg viðbrögð eru það sem skipta öllu þegar reynt er að lágmarka tjón vegna netglæpa. Þetta segir yfirlögregluþjónn og að oft geti reynst erfitt að ná peningum til baka frá netglæpamönnum.

Netglæpum hefur fjölgað ört síðustu misseri. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að netþjófar stálu um 900 milljónum frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins á síðasta ári. Málið er eitt stærsta sinnar tegundar.

Lögreglan telur að aðeins brot af málum sem þessum komi inn á sitt borð enda sé fólk og stjórnendur fyrirtækja oft feimið við að tilkynna brotin því það skammist sín fyrir að hafa lent í málum sem þessum.

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar þjófunum hafi tekist að ná peningum til sín af fórnarlömbum sínum sé oft mjög erfitt að ná þeim aftur. 

„Vandamálið sem að við stöndum frammi fyrir er það að tilkynningin þarf eiginlega að berast okkur mjög snemma til þess að við eigum möguleika á því að stoppa greiðslur og oft á tíðum er þetta nú þannig að greiðslurnar eru að fara eitthvað erlendis. Þannig að við þurfum að virkja það net sem að lögreglan hefur til þess að stöðva greiðslur. Stundum hefur það tekist en ekki alltaf,“ segir Karl Steinar Valsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×