Tala látinna í mótmælum í Írak nálgast eitt hundrað Andri Eysteinsson skrifar 5. október 2019 16:44 Frá mótmælum gegn írösku ríkisstjórninn í Baghdad í vikunni. Getty/Anadolu Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna. BBC greinir frá. Adil Abdul-Mahdi og ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum í Írak fyrir tæpu ári síðan, 25. október 2018, stjórnmálaspekingar segja mótmælin sem nú geisa vera fyrstu alvöru ógnina við ríkisstjórn Mahdi. Talsmenn mótmælenda segja boðskap þeirra vera barátta gegn atvinnuleysi, lélegri þjónustu við landsmenn og gegn spillingu. Upptök mótmælanna má rekja til ósættis í suðurhluta landsins sem stigmagnaðist og dreifðist um landið eins og eldur í sinu. Atvinnuleysi í Írak mælist um 8% en sé eingöngu litið til ungs fólks sé atvinnuleysi tvöfalt meira. Það eru því helst ungir karlmenn sem hafa verið í hópi mótmælenda, öryggissveitir hafa verið ræstar til þess að hafa hemil á mótmælunum og hafa sveitirnar verið uppvísar að því að skjóta á hópa mótmælenda.Sjá einnig: 46 dánir og hundruð særðir í mótmælum í Írak Síðasta fimmtudag ávarpaði forsætisráðherrann Abdul-Mahdi írösku þjóðina í sjónvarpi og sagðist hann þá hafa skilning á þeirri gremju sem þjóðin sýndi stjórnvöldum, þó enga töfralausn væri að finna á vandamálum Írak hét hann þó endurbótum. Til þess að reyna að koma á ró í landinu var aðgangur að internetinu heftur og var sett á útgöngubann ,útgöngubanninu var aflétt í dag og hófust fámennari mótmæli.Samkvæmt mannréttindastofnunum hafa eins og áður segir, um 100 manns látist í mótmælunum og um 3000 hafa slasast. Þá hafa 540 mótmælendur verið handteknir og eru nærri 200 þeirra enn í haldi yfirvalda. Írak Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna. BBC greinir frá. Adil Abdul-Mahdi og ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum í Írak fyrir tæpu ári síðan, 25. október 2018, stjórnmálaspekingar segja mótmælin sem nú geisa vera fyrstu alvöru ógnina við ríkisstjórn Mahdi. Talsmenn mótmælenda segja boðskap þeirra vera barátta gegn atvinnuleysi, lélegri þjónustu við landsmenn og gegn spillingu. Upptök mótmælanna má rekja til ósættis í suðurhluta landsins sem stigmagnaðist og dreifðist um landið eins og eldur í sinu. Atvinnuleysi í Írak mælist um 8% en sé eingöngu litið til ungs fólks sé atvinnuleysi tvöfalt meira. Það eru því helst ungir karlmenn sem hafa verið í hópi mótmælenda, öryggissveitir hafa verið ræstar til þess að hafa hemil á mótmælunum og hafa sveitirnar verið uppvísar að því að skjóta á hópa mótmælenda.Sjá einnig: 46 dánir og hundruð særðir í mótmælum í Írak Síðasta fimmtudag ávarpaði forsætisráðherrann Abdul-Mahdi írösku þjóðina í sjónvarpi og sagðist hann þá hafa skilning á þeirri gremju sem þjóðin sýndi stjórnvöldum, þó enga töfralausn væri að finna á vandamálum Írak hét hann þó endurbótum. Til þess að reyna að koma á ró í landinu var aðgangur að internetinu heftur og var sett á útgöngubann ,útgöngubanninu var aflétt í dag og hófust fámennari mótmæli.Samkvæmt mannréttindastofnunum hafa eins og áður segir, um 100 manns látist í mótmælunum og um 3000 hafa slasast. Þá hafa 540 mótmælendur verið handteknir og eru nærri 200 þeirra enn í haldi yfirvalda.
Írak Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira