Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2019 17:19 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01