Erlent

Fá Nóbels­verð­laun fyrir þróun litínjónaraf­hlaðna

Atli Ísleifsson skrifar
John B. Goodenough, M. Stanley Whittingham og Akira Yoshino.
John B. Goodenough, M. Stanley Whittingham og Akira Yoshino. Nóbelsverðlaunin

John B. Goodenough, M. Stanley Whittingham og Akira Yoshino hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði í ár fyrir þróunina á litínjónarafhlöðum.

Sænska vísindaakademían greindi frá þessu í morgun.

Rafhlöðurnar geta geymt mikið rafmagn, sem framleitt er úr sólar- og vindorku, og geta þá átt þátt í að stuðla að samfélagi laust við jarðefnaeldsneyti. Kosturinn við litínjónarafhlöður er að þær byggja ekki á efnaskiptum sem brjóta niður rafeindir, heldur litínjónum sem flæða fram og aftur milli plús- og mínusskauts.

Upphaf slíkra rafhlaðna má rekja aftur til áttunda áratugarins þar sem Stanley Whittingham vann að því að þróa leiðir til að stuðla að jarðefnalausu samfélagi.

Bandaríkjamaðurinn John B. Goodenough starfaði við Texas-háskóla, er 97 ára gamall, og er elstur allra til að hljóta Nóbelsverðlaun. Stanley Whittingham er ensk-bandarískur efnafræðingur sem starfar við Háskóla New York-ríkis. Akira Yoshino er japanskur efnafræðingur sem starfar við Meijo-háskóla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×