Erlent

Norski hunda­sjúk­dómurinn til Sví­þjóðar

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Skæð pest herjar á hunda í Skandinavíu.
Skæð pest herjar á hunda í Skandinavíu. Nordicphotos/Getty
Yfirvöld í Svíþjóð hafa staðfest að einn hundur hafi drepist úr sjúkdómi sem hefur sömu einkenni og komið hafa upp í Noregi undanfarnar vikur. Hinn sænski hundur hafði komið til Noregs á undanförnum tveimur mánuðum, en ekki hefur verið staðfest að hann hafi smitast þar.

Sjúkdómurinn hefur valdið dýralæknum í Noregi miklum heilabrotum en einkennin eru blóðugur niðurgangur, uppköst og mikil þreyta. Virðist hann leggjast á allar tegundir hunda, því þegar hafa meira en 90 tegundir hunda smitast.

Síðan í ágústbyrjun hafa nálægt 200 hundar í Noregi sýnt þessi einkenni og meira en 40 drepist. Þegar hafa hundaræktunarfélög í Svíþjóð og Danmörku bannað norska hunda á sýningum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×