Erlent

Demókratar stefna Giuliani

Samúel Karl Ólason skrifar
Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump.
Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump. AP/Charles Krupa
Demókratar hafa stefnt Rudy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. Þingmenn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar hafa stefnt Giuliani og þremur öðrum aðilum sem tengjast honum.

Giuliani hefur á undanförnum mánuðum rætt við fjölmarga embættismenn í Úkraínu um að hefja rannsókn þar í landi á Joe Biden, pólitískum andstæðingi Trump, vegna innihaldslausar samsæriskenningar um að Biden hafi beitt stöðu sinni sem varaforseti Barack Obama til að fá Úkraínumenn til að reka þarlendan ríkissaksóknara.

Sjá einnig: Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl



Eftir að í ljós kom að Trump bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að rannsaka Biden ákváðu Demókratar að hefja formlegt ákæruferli á hendur Trump.



Í nýlegum sjónvarpsviðtölum hefur Giuliani haldið því fram að hann sitji á gögnum og skilaboðum sem sanni að hann hafi verið í Úkraínu á vegum Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Formenn þingnefndanna vilja koma höndum yfir þau gögn og er Giuliani gert að afhenda þau fyrir 15. október.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×