Sport

Brown sagður hafa sent hótanir í smáskilaboðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brown á æfingu hjá Patriots.
Brown á æfingu hjá Patriots. vísir/getty
Málefni NFL-stjörnunnar Antonio Brown hjá New England Patriots eru enn í deiglunni en hann stendur í stórræðum utan vallar.

Hann var sakaður um nauðgun á dögunum og í kjölfarið steig önnur kona fram sem sakaði hann um kynferðislega áreitni. Sú er málari og var að vinna heima hjá honum er hún segist hafa verið áreitt.

Í ítarlegri úttekt Sports Illustrated á Brown í síðustu viku var mál hennar meðal annars tekið fyrir. Þar kom líka fram að hann hefði margoft svikið fólk sem hefði verið að vinna fyrir hann.

Lögfræðingur málarans hafði samband við NFL-deildina í vikunni þar sem Brown á að hafa sent málaranum hótanir í sms í vikunni og vill að deildin taki á málinu.

Það er í skoðun hjá deildinni og gæti vel farið svo að hún taki í taumana og meini Brown að spila. Eins og staðan er í dag má hann þó spila. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Patriots um síðustu helgi.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×