Viðruðu áhyggjur af málefnum Facebook Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. september 2019 11:45 Mark Zuckerberg er enn og aftur undir smásjánni. Nordicphotos/Getty Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á fimmtudag til að ræða persónuverndarmál, hlutdrægni og fyrirhugaða rafmynt tæknirisans. Hefur Trump og ríkisstjórn hans haft áhyggjur af þróun Facebook hvað þessi mál varðar. Talsmaður Facbebook sagði fundinn hafa verið „uppbyggilegan“ en hann var einn af mörgum sem Zuckerberg sótti með þingmönnum þennan dag. Hafa margir þingmenn haft áhyggjur af yfirburðastöðu Facebook á markaðinum, til dæmis öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley, sem spurði Zuckerberg hvort það kæmi til greina að selja samfélagsmiðlana Instagram og Whatsapp. Trump sjálfur hafði mestar áhyggjur af hlutdrægni samfélagsmiðilsins gegn hægriskoðunum en nýlega ákvað Zuckerberg að taka hart á hatursorðræðu og bannaði nokkra háværa öfgahægrimenn. Í vor tilkynnti Zuckerberg að ný rafmynt væri væntanleg á markað en hún á að heita Libra. Prófanir myndu hefjast í lok árs og myntin yrði sett á markað snemma árið 2020. Ekki eru allir sáttir við þessar áætlanir, til að mynda Ravi Menon, seðlabankastjóri Singapúr, sem segir að myntin myndi raska hinu alþjóðlega fjármálakerfi og að ríkisstjórnir heimsins verði að koma sér saman um viðbrögð. „Áhættan nær til alls heimsins. Enginn einn löggjafi getur tekist á við þetta,“ sagði Menon. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, hefur einnig varað við myntinni. Bandaríkin Facebook Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á fimmtudag til að ræða persónuverndarmál, hlutdrægni og fyrirhugaða rafmynt tæknirisans. Hefur Trump og ríkisstjórn hans haft áhyggjur af þróun Facebook hvað þessi mál varðar. Talsmaður Facbebook sagði fundinn hafa verið „uppbyggilegan“ en hann var einn af mörgum sem Zuckerberg sótti með þingmönnum þennan dag. Hafa margir þingmenn haft áhyggjur af yfirburðastöðu Facebook á markaðinum, til dæmis öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley, sem spurði Zuckerberg hvort það kæmi til greina að selja samfélagsmiðlana Instagram og Whatsapp. Trump sjálfur hafði mestar áhyggjur af hlutdrægni samfélagsmiðilsins gegn hægriskoðunum en nýlega ákvað Zuckerberg að taka hart á hatursorðræðu og bannaði nokkra háværa öfgahægrimenn. Í vor tilkynnti Zuckerberg að ný rafmynt væri væntanleg á markað en hún á að heita Libra. Prófanir myndu hefjast í lok árs og myntin yrði sett á markað snemma árið 2020. Ekki eru allir sáttir við þessar áætlanir, til að mynda Ravi Menon, seðlabankastjóri Singapúr, sem segir að myntin myndi raska hinu alþjóðlega fjármálakerfi og að ríkisstjórnir heimsins verði að koma sér saman um viðbrögð. „Áhættan nær til alls heimsins. Enginn einn löggjafi getur tekist á við þetta,“ sagði Menon. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, hefur einnig varað við myntinni.
Bandaríkin Facebook Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira