Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 17:24 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm „Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira