Innlent

Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
RNSA rannsakar veikindi flugfreyja.
RNSA rannsakar veikindi flugfreyja. Vísir/Vilhelm.
Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað.

Greint hefur verið frá veikindum flugfreyja Icelandair í fjölmiðlum en um helgina var greint frá því að þrjár flugfreyjur hafi veikst í flugi Icelandair í síðustu viku. Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur málin til rannsóknar og birti hún nýverið yfirlit um framvindu rannsókna þeirra tveggja mála þar sem flugfreyjurnar telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í dag.

Fyrra atvikið gerðist þann 16. desember 2017 í flugi Icelandair frá Seattle til Keflavíkur. Við rannsókn málsins kom í ljós að tvær flugfreyjur veiktust í fluginu og hefur önnur þeirra verið óstarfhæf frá því að atvikið átti sér stað. Telur hún sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun.

Í yfirlitinu segir að atvikið hafi ekki verið tilkynnt fyrr en í ágúst 2018, rúmlega hálfu ári eftir að það átti sér stað.

Seinna atvikið gerðist þann 9. ágúst 2018 um borð í vélIcelandair á leið frá Washington til Keflavíkur.Þar veiktust einnig tveir flugfreyjur og hefur önnur þeirra

glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað.

Í báðum tilvikum segir að RNSA rannsaki hvort að starfsumhverfi flugfreyjanna tengist veikindunum.Í samtali við RÚV um helginasagði Jens Garðarsson, framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair að félagið ynni að rannsókn málsins. Ekkert orsakasamhengi hafi þó fundist á milli þessara atvika.


Tengdar fréttir

Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair

Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð.

Veikindi flug­freyja rann­sökuð

Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×