Solla selur Birgi Gló Helgi Vífill Júliusson skrifar 25. september 2019 06:00 Sólveig Eiríksdóttir, stofnandi Gló Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. Elías segir að samið hafi verið um það árið 2017 þegar ákveðið var að veitingastaðurinn færi í útrás til Danmerkur að Birgir og Eygló Björk myndu kaupa þau hægt og rólega út. „Við höfum verið á hlaupum lengi og kominn tími til að slaka á. Félagið er komið i ágætis horf og tækifæri er fyrir nýja aðila til að taka fyrirtækið á næsta stig,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Sólveig, sem stofnaði veitingastaðinn, mun starfa sem ráðgjafi hjá Gló til júlí 2021. Elías segir að hlutverk hennar verði að viðhalda gæðum, sinna nýsköpun og öðru.Birgir Bieltvedt fjárfestirHjónin Birgir og Eygló Björk keyptu helmingshlut í Gló árið 2014 í gegnum fjárfestingafélagið Eyju. Elías segir að Eyja hafi eignast meirihluta í Gló árið 2017 samhliða útrásinni. Hann segir að samið hafi verið um að hjónin myndu ekki opna nýjan veitingastað í bráð. Hugur þeirra standi heldur ekki til þess. Rekstrarumhverfið sé erfitt um þessar mundir. Tap Gló veitinga ehf., sem rekur fjóra staði hér á landi, jókst úr 26 milljónum króna á milli ára í 82 milljónir króna árið 2018. Eigið fé var neikvætt um fimm milljónir króna við árslok. Birgir sagði í viðtali við Morgunblaðið að reksturinn gengi betur í ár en í fyrra. Líklega verði jafnvægi milli kostnaðar og tekna. „Síðustu tólf mánuði hefur reksturinn skilað hagnaði,“ sagði hann. Eyja á einnig hluti í Brauð & Co, Cafe Paris, Joe & The Juice, Jómfrúnni og Snaps. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00 Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps. 12. júní 2019 07:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. Elías segir að samið hafi verið um það árið 2017 þegar ákveðið var að veitingastaðurinn færi í útrás til Danmerkur að Birgir og Eygló Björk myndu kaupa þau hægt og rólega út. „Við höfum verið á hlaupum lengi og kominn tími til að slaka á. Félagið er komið i ágætis horf og tækifæri er fyrir nýja aðila til að taka fyrirtækið á næsta stig,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Sólveig, sem stofnaði veitingastaðinn, mun starfa sem ráðgjafi hjá Gló til júlí 2021. Elías segir að hlutverk hennar verði að viðhalda gæðum, sinna nýsköpun og öðru.Birgir Bieltvedt fjárfestirHjónin Birgir og Eygló Björk keyptu helmingshlut í Gló árið 2014 í gegnum fjárfestingafélagið Eyju. Elías segir að Eyja hafi eignast meirihluta í Gló árið 2017 samhliða útrásinni. Hann segir að samið hafi verið um að hjónin myndu ekki opna nýjan veitingastað í bráð. Hugur þeirra standi heldur ekki til þess. Rekstrarumhverfið sé erfitt um þessar mundir. Tap Gló veitinga ehf., sem rekur fjóra staði hér á landi, jókst úr 26 milljónum króna á milli ára í 82 milljónir króna árið 2018. Eigið fé var neikvætt um fimm milljónir króna við árslok. Birgir sagði í viðtali við Morgunblaðið að reksturinn gengi betur í ár en í fyrra. Líklega verði jafnvægi milli kostnaðar og tekna. „Síðustu tólf mánuði hefur reksturinn skilað hagnaði,“ sagði hann. Eyja á einnig hluti í Brauð & Co, Cafe Paris, Joe & The Juice, Jómfrúnni og Snaps.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00 Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps. 12. júní 2019 07:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00
Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00
Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps. 12. júní 2019 07:00