Samfélagsmiðlavá Teitur Guðmundsson skrifar 26. september 2019 07:00 Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar