Erlent

Risaflugvöllur opnar í Beijing

Davíð Stefánsson skrifar
Flugvöllurinn opnaði í vikunni.
Flugvöllurinn opnaði í vikunni. vísir/getty
Daxing alþjóðaflugvöllur í Beijing borg var formlega opnaður í vikunni af Xi Jinping, forseta Kína.

Flugvöllurinn er risastór. Að sögn New York Times er flugvallarbyggingin ein sú stærsta í heimi eða um ein milljón fermetrar að stærð. Flugvöllurinn er hannaður fyrir 72 milljónir farþega á ári, tvær milljónir tonna af vörum og var tæp fimm ár í uppbyggingu. Kostnaður er um 17 milljarðar dollara, eða um 2,1 billjónir króna.

Daxing er 45 kílómetra suður af miðborg Beijing. Flugvöllurinn hefur nú fjórar flugbrautir en gert er ráð fyrir þremur til viðbótar.

Í höfuðborginni eru þrír flugvellir, þar af einn fyrir innanlandsflug sem Daxing mun leysa af hólmi.

Búist er við um 72 milljónum flugfarþega um Daxing árið 2025.

British Airways mun hefja áætlunarflug frá Heathrow í lok október og skömmu síðar hefur Finnair reglubundið flug þangað frá Helsinki. Næsta vor tengist flugvöllurinn 112 áfangastöðum víða um heim.

Flug frá Daxing mun bera þriggja stafa kóða Alþjóðasambands flugfélaga PKX.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×