Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2019 10:16 Uppljóstrarinn er sagður hafa snúið aftur til starfa hjá CIA eftir að hafa sinnt sérverkefni í Hvíta húsinu um tíma. Vísir/EPA Skömmu eftir umdeilt símtal Donalds Trump Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í sumar fékk Hvíta húsið upplýsingar að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar CIA hefði lagt fram kvörtun þrátt fyrir að þá væri í gangi formlegt ferli sem átti að verja uppljóstrarann. Trump forseti hefur gefið í skyn að refsa ætti heimildarmönnum uppljóstrarans. Rannsókn sem gæti leitt til þess að Trump verði kærður fyrir embættisbrot var formlega hafin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að í ljós kom að ríkisstjórn hans hafði haldið frá þinginu kvörtun uppljóstrara sem tengdist samskiptum forsetans við erlendan þjóðarleiðtoga. Fljótlega kom í ljós að kvörtunin varðaði meðal annars símtal Trump og Volodymyrs Zelenskí, forseta Úkraínu í júlí þar sem Bandaríkjaforseti þrýsti á úkraínska starfsbróður sinn að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Undir þrýstingi birti Hvíta húsið minnisblað um efni símtalsins við Zelenskí. Þar mátti lesa að Trump vakti ítrekað máls á að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu Biden sem forsetinn og bandamenn hans hafa sakað um spillingu án þess þó að leggja fram sannanir því til stuðnings. Trump virtist einnig biðja Zelenskí um greiða sem byggðist á stoðlausri samsæriskenningu um tölvupóstþjóna Hillary Clinton og landsnefndar Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016. Kvörtun uppljóstrarans var svo birt í fyrsta skipti í gær. Þar kom fram að uppljóstrarinn hefði frétt frá nokkrum háttsettum embættismönnum að þeir hefðu áhyggjur af því að Trump hefði beitt valdi sínu sem forseti á ólögmætan hátt til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða. Hvíta húsið hafi jafnframt reynt að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelenskí með því að færa eftirrit af því í tölvukerfi sem notað er fyrir háleynilegar upplýsingar sem er ætlað fyrir upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Símtal Trump og Zelenskí er ekki talið hafa verið þess eðlis.Trump forseti hefur brugðist við ásökunum uppljóstrara af hörku. Lýsti hann kvörtuninni sem pólitísku leiguverki.Vísir/EPARéttlæta birtingu upplýsinga um uppljóstrarann New York Times sætti harðri gagnrýni í gær þegar það greindi frá því að uppljóstrarinn væri fulltrúi leyniþjónustunnar CIA og að hann hefði um tíma verið í sérverkefnum í Hvíta húsinu. Hann virtist hafa verið greinandi og haft þekkingu á úkraínskum stjórnmálum. Vanalegt er að CIA-fulltrúar starfi í Hvíta húsinu, meðal annars til að sjá um örugg fjarskipti. Lögmaður uppljóstrarans lýsti djúpum áhyggjum af því að birtar væru upplýsingar um hann. Slíkt væri skeytingarleysi sem gæti sett hann í hættu. Dean Baquet, ritstjóri hjá New York Times, varði ákvörðunina um að greina frá upplýsingum um uppljóstrarann. Vísaði hann til árása Trump og Hvíta hússins á trúverðugleika uppljóstrarans. Blaðið hefði ákveðið að birta upplýsingarnar um hann svo að lesendur gætu metið sjálfir hvort hann væri trúverðugur. „Okkur skilst einnig að Hvíta húsið hafi þegar vitað að hann væri CIA-fulltrúi,“ sagði Baquet. Þannig segir blaðið að uppljóstrarinn hafi fyrst leitað nafnlaust til yfirlögfræðings CIA um viku eftir símtal Trump og Zelenskí. Sú kvörtun hafi verið almenn um að alvarleg álitamál væru um símtal Trump við erlendan þjóðarleiðtoga. Lögfræðingurinn hafi látið Hvíta húsið og dómsmálaráðuneytið vita af því að starfsmaður CIA hefði lagt fram kvörtun í samræmi við opinbera stefnu ríkisstjórnarinnar. Honum hafi borið skylda til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir kvörtuninni. CIA-starfsmaðurinn er sagður hafa orðið áhyggjufullur yfir því að lögfræðingurinn hefði leitað til Hvíta hússins. Hann hafi því lagt fram formlega uppljóstrarakvörtun til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um tveimur vikum eftir upphaflegu kvörtunina. Það ferli veiti uppljóstrara sérstaka vernd fyrir mögulegum hefndaraðgerðum.Gaf í skyn að refsa ætti uppljóstrurum Bandarískir fjölmiðlar birtu í gær myndband af ummælum sem Trump forseti lét falla um uppljóstrarann og heimildarmenn hans á lokuðum fundi með sendinefnd Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Trump sagði þar að uppljóstrarinn væri „nánast njósnari“ og að hann vildi svipta hulunni af þeim sem hefðu veitt honum upplýsingarnar sem hann byggði kvörtun sína á. „Þið vitið hvað við gerðum í gamla daga þegar við vorum klók með landráð og njósnara? Við fórum svolítið öðruvísi með það þá en við gerum nú,“ sagði forsetinn sem virtist gefa í skyn að refsa ætti uppljóstraranum og embættismönnum. Viðbrögð starfsmanna utanríkisþjónustunnar eru sögð hafa verið ólík. Sumir hafi hlegið en aðrir verið slegnir yfir orðum forsetans.EXCLUSIVE: Donald Trump slams the Ukraine whistle-blower in a closed-door gathering with U.S. diplomats—and it's caught on video https://t.co/0GaiBT1f5B pic.twitter.com/9CXtnLF1Zx— Bloomberg (@business) September 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Skömmu eftir umdeilt símtal Donalds Trump Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í sumar fékk Hvíta húsið upplýsingar að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar CIA hefði lagt fram kvörtun þrátt fyrir að þá væri í gangi formlegt ferli sem átti að verja uppljóstrarann. Trump forseti hefur gefið í skyn að refsa ætti heimildarmönnum uppljóstrarans. Rannsókn sem gæti leitt til þess að Trump verði kærður fyrir embættisbrot var formlega hafin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að í ljós kom að ríkisstjórn hans hafði haldið frá þinginu kvörtun uppljóstrara sem tengdist samskiptum forsetans við erlendan þjóðarleiðtoga. Fljótlega kom í ljós að kvörtunin varðaði meðal annars símtal Trump og Volodymyrs Zelenskí, forseta Úkraínu í júlí þar sem Bandaríkjaforseti þrýsti á úkraínska starfsbróður sinn að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Undir þrýstingi birti Hvíta húsið minnisblað um efni símtalsins við Zelenskí. Þar mátti lesa að Trump vakti ítrekað máls á að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu Biden sem forsetinn og bandamenn hans hafa sakað um spillingu án þess þó að leggja fram sannanir því til stuðnings. Trump virtist einnig biðja Zelenskí um greiða sem byggðist á stoðlausri samsæriskenningu um tölvupóstþjóna Hillary Clinton og landsnefndar Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016. Kvörtun uppljóstrarans var svo birt í fyrsta skipti í gær. Þar kom fram að uppljóstrarinn hefði frétt frá nokkrum háttsettum embættismönnum að þeir hefðu áhyggjur af því að Trump hefði beitt valdi sínu sem forseti á ólögmætan hátt til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða. Hvíta húsið hafi jafnframt reynt að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelenskí með því að færa eftirrit af því í tölvukerfi sem notað er fyrir háleynilegar upplýsingar sem er ætlað fyrir upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Símtal Trump og Zelenskí er ekki talið hafa verið þess eðlis.Trump forseti hefur brugðist við ásökunum uppljóstrara af hörku. Lýsti hann kvörtuninni sem pólitísku leiguverki.Vísir/EPARéttlæta birtingu upplýsinga um uppljóstrarann New York Times sætti harðri gagnrýni í gær þegar það greindi frá því að uppljóstrarinn væri fulltrúi leyniþjónustunnar CIA og að hann hefði um tíma verið í sérverkefnum í Hvíta húsinu. Hann virtist hafa verið greinandi og haft þekkingu á úkraínskum stjórnmálum. Vanalegt er að CIA-fulltrúar starfi í Hvíta húsinu, meðal annars til að sjá um örugg fjarskipti. Lögmaður uppljóstrarans lýsti djúpum áhyggjum af því að birtar væru upplýsingar um hann. Slíkt væri skeytingarleysi sem gæti sett hann í hættu. Dean Baquet, ritstjóri hjá New York Times, varði ákvörðunina um að greina frá upplýsingum um uppljóstrarann. Vísaði hann til árása Trump og Hvíta hússins á trúverðugleika uppljóstrarans. Blaðið hefði ákveðið að birta upplýsingarnar um hann svo að lesendur gætu metið sjálfir hvort hann væri trúverðugur. „Okkur skilst einnig að Hvíta húsið hafi þegar vitað að hann væri CIA-fulltrúi,“ sagði Baquet. Þannig segir blaðið að uppljóstrarinn hafi fyrst leitað nafnlaust til yfirlögfræðings CIA um viku eftir símtal Trump og Zelenskí. Sú kvörtun hafi verið almenn um að alvarleg álitamál væru um símtal Trump við erlendan þjóðarleiðtoga. Lögfræðingurinn hafi látið Hvíta húsið og dómsmálaráðuneytið vita af því að starfsmaður CIA hefði lagt fram kvörtun í samræmi við opinbera stefnu ríkisstjórnarinnar. Honum hafi borið skylda til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir kvörtuninni. CIA-starfsmaðurinn er sagður hafa orðið áhyggjufullur yfir því að lögfræðingurinn hefði leitað til Hvíta hússins. Hann hafi því lagt fram formlega uppljóstrarakvörtun til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um tveimur vikum eftir upphaflegu kvörtunina. Það ferli veiti uppljóstrara sérstaka vernd fyrir mögulegum hefndaraðgerðum.Gaf í skyn að refsa ætti uppljóstrurum Bandarískir fjölmiðlar birtu í gær myndband af ummælum sem Trump forseti lét falla um uppljóstrarann og heimildarmenn hans á lokuðum fundi með sendinefnd Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Trump sagði þar að uppljóstrarinn væri „nánast njósnari“ og að hann vildi svipta hulunni af þeim sem hefðu veitt honum upplýsingarnar sem hann byggði kvörtun sína á. „Þið vitið hvað við gerðum í gamla daga þegar við vorum klók með landráð og njósnara? Við fórum svolítið öðruvísi með það þá en við gerum nú,“ sagði forsetinn sem virtist gefa í skyn að refsa ætti uppljóstraranum og embættismönnum. Viðbrögð starfsmanna utanríkisþjónustunnar eru sögð hafa verið ólík. Sumir hafi hlegið en aðrir verið slegnir yfir orðum forsetans.EXCLUSIVE: Donald Trump slams the Ukraine whistle-blower in a closed-door gathering with U.S. diplomats—and it's caught on video https://t.co/0GaiBT1f5B pic.twitter.com/9CXtnLF1Zx— Bloomberg (@business) September 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30
Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00