„Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:38 Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“ Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00
Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39