Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2019 20:57 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Ráðherrabústaðnum í gær. Bæjarstjórar Seltjarnarness, Garðabæjar og Hafnarfjarðar fyrir aftan að undirrita sáttmálann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05