Arnór Ingvi fagnar leiktímanum en sér fram á erfitt haust Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 11:30 Arnór Ingvi Traustason. Mynd/S2 Sport Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira