Fórust hér 600 hreindýrakálfar... Framhald Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. september 2019 14:00 Föstudaginn 6. september birti ég grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: „Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur?“. Greinin var mikið lesin, alla helgina, og fékk hún yfir 800 læk. Er þetta mikið gleðiefni, ekki sérstaklega fyrir undirritaðan, heldur fyrir málstaðinn; fyrir dýravernd og -velferð í landinu. Greinilega kom fram, að hér er fjöldinn allur af góðu fólki, sem skilur, að dýrin eru skyni gæddar verur, sem hafa tilfinningar og þarfir, eins og við, og verða að njóta réttinda og verndar, eins og við. Margir veiðimenn og aðrir - kannske hagsmunaaðilar - komu þó með athugasemdir og reyndu að gera lítið úr efni greinarinnar og gera tölur, útreikninga og framsetningu tortryggilegar. Ég vil, í þessu framhaldi, taka á því helzta af þessu: Áki Ármann Jónsson, sem um langt árabil var veiðistjóri hjá Umhverfisstofnun, þar sem hann átti að gæta hagsmuna og velferðar dýranna, en sneri svo við blaðinu og gerðist formaður Skotvíss, félags veiðimanna, sagði m.a. þetta: „Engin gögn, og ég ítreka ENGIN GÖGN benda til þess að veiðar á hreindýrakúm í upphafi veiðitíma hafi neikvæð áhrif á lifun kálfa“. Sjálfur hef ég komizt yfir ýmis slík gögn - rannsóknir og niðurstöður - sem sýna og staðfesta, að dráp móður hefur veruleg áhrif á afkomumöguleika kálfa yfir vetur, auk þess, sem almenn skynsemi segir okkur það auðvitað líka: „Kálfur sem missir móður sína hefur minni lífslíkur að vetri þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjenneberg and Slagsvold (1968)). „Niðurstaðan var að munaðarleysingjar þrauki síður af í hörðum vetrum“ (Holand o.fl. (2012)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var að færri móðurlausir kálfar lifðu af, en þeir, sem móður áttu“ (Joly (2000)). „Það liggur fyrir að móðurlausir kálfar meðal hjarðdýra lenda neðst í goggunarröðinni“ (Giovengo and Waring (1991)). „Munaðarleysingjum sem eru lægstir í goggunarröðinni er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al.(1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis umfram mjólkurgjöf felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). Allar þessar tilvitnanir sýna - það sem öllum má þó líka vera augljóst, sem eitthvað þekkja til spendýra -, að móðurmjólk, -umönnun og -leiðsögn við fæðuleit skiptir ungviðið afgerandi máli, og, að þeim mun lengur, sem kálfur nýtur móður sinnar, þeim mun betur stendur hann að vígi í lífsbaráttunni. Óskar nokkur Andri segir m.a. þetta: „Enn og aftur er Ole Anton og Jarðarvinir að skálda og fara frjálslega með staðreyndir“. Þessu til staðfestingar segir hann svo: „Ég er ágætlega lesinn og hef áhuga á málefnum er varða hreindýr. Vetrarstofn hreindýra er nú 5.500 dýr. Eftir að kálfar fæðast í maí telur stofninn um 7.000 dýr. Þetta þýðir að nýliðun er um 1.500 en ekki 2.800 eins og bullað er um í grein Antons“. Svar mitt við þessari gagnrýni var og er: Það er rétt hjá Óskari Andra, að vetrarstofninn er um 5.500 dýr, og það er líka rétt, að júní stofninn, eftir að kálfar eru fæddir, er um 7.000. Það er, hins vegar, rangt hjá Óskari Andra, að þetta þýði, að aðeins 1.500 kálfar hafi fæðst að vori, því um veturinn fórust um 600 kálfar, auk gamalla og veikra dýra, 400-500 dýr. Kálfar, sem fæðast að vori eru því 2.500 eða fleiri, og kálfar, sem farast, miðað við 21% dánartíðni Náttúrustofu Austurlands, 500-600. Menn verða að hugsa málin vel og reikna vel, áður en þeir tala um bull annarra. Stefán Brandur Jónsson talar um, að hreindýr séu innflutt tegund, sem ekki er hluti af íslenzkum dýrastofni, og, eigi þá, væntanlega, minni tilverurétt hér en önnur dýr. Það rétta í þessu máli er, að öll spendýr á Íslandi, líka kýr, hestar og kindur, eru innflutt; eini frumbyggi landsins er pólarrefurinn, sem kom hingað yfir á ísöld. Að lokum þetta: Í millitíðinni gerðist það, að Fagráð um velferð dýra tók undir sjónarmið og áskorun okkar í Jarðavinum um það, að hreindýrakýr yrðu ekki skotnar frá kálfum sínum fyrr en þeir væru minnst orðnir 3ja mánaða gamlir, nema, að sannað yrði, að dráp mæðranna fyrr ylli kálfum ekki tjóni. Meintur efi um þetta mál, hefur verið túlkaður veiðimönnum og þeirra veiðiþægindum í vil. Nú stendur Fagráðið með okkur í því, að þessi meinti efi, verði túlkaður kálfunum í vil. Er það gott mál og gleðilegt fyrir blessuð dýrin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Tengdar fréttir Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur? Samkvæmt gagni með yfirskriftinni "Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. 6. september 2019 10:00 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 6. september birti ég grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: „Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur?“. Greinin var mikið lesin, alla helgina, og fékk hún yfir 800 læk. Er þetta mikið gleðiefni, ekki sérstaklega fyrir undirritaðan, heldur fyrir málstaðinn; fyrir dýravernd og -velferð í landinu. Greinilega kom fram, að hér er fjöldinn allur af góðu fólki, sem skilur, að dýrin eru skyni gæddar verur, sem hafa tilfinningar og þarfir, eins og við, og verða að njóta réttinda og verndar, eins og við. Margir veiðimenn og aðrir - kannske hagsmunaaðilar - komu þó með athugasemdir og reyndu að gera lítið úr efni greinarinnar og gera tölur, útreikninga og framsetningu tortryggilegar. Ég vil, í þessu framhaldi, taka á því helzta af þessu: Áki Ármann Jónsson, sem um langt árabil var veiðistjóri hjá Umhverfisstofnun, þar sem hann átti að gæta hagsmuna og velferðar dýranna, en sneri svo við blaðinu og gerðist formaður Skotvíss, félags veiðimanna, sagði m.a. þetta: „Engin gögn, og ég ítreka ENGIN GÖGN benda til þess að veiðar á hreindýrakúm í upphafi veiðitíma hafi neikvæð áhrif á lifun kálfa“. Sjálfur hef ég komizt yfir ýmis slík gögn - rannsóknir og niðurstöður - sem sýna og staðfesta, að dráp móður hefur veruleg áhrif á afkomumöguleika kálfa yfir vetur, auk þess, sem almenn skynsemi segir okkur það auðvitað líka: „Kálfur sem missir móður sína hefur minni lífslíkur að vetri þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjenneberg and Slagsvold (1968)). „Niðurstaðan var að munaðarleysingjar þrauki síður af í hörðum vetrum“ (Holand o.fl. (2012)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var að færri móðurlausir kálfar lifðu af, en þeir, sem móður áttu“ (Joly (2000)). „Það liggur fyrir að móðurlausir kálfar meðal hjarðdýra lenda neðst í goggunarröðinni“ (Giovengo and Waring (1991)). „Munaðarleysingjum sem eru lægstir í goggunarröðinni er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al.(1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis umfram mjólkurgjöf felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). Allar þessar tilvitnanir sýna - það sem öllum má þó líka vera augljóst, sem eitthvað þekkja til spendýra -, að móðurmjólk, -umönnun og -leiðsögn við fæðuleit skiptir ungviðið afgerandi máli, og, að þeim mun lengur, sem kálfur nýtur móður sinnar, þeim mun betur stendur hann að vígi í lífsbaráttunni. Óskar nokkur Andri segir m.a. þetta: „Enn og aftur er Ole Anton og Jarðarvinir að skálda og fara frjálslega með staðreyndir“. Þessu til staðfestingar segir hann svo: „Ég er ágætlega lesinn og hef áhuga á málefnum er varða hreindýr. Vetrarstofn hreindýra er nú 5.500 dýr. Eftir að kálfar fæðast í maí telur stofninn um 7.000 dýr. Þetta þýðir að nýliðun er um 1.500 en ekki 2.800 eins og bullað er um í grein Antons“. Svar mitt við þessari gagnrýni var og er: Það er rétt hjá Óskari Andra, að vetrarstofninn er um 5.500 dýr, og það er líka rétt, að júní stofninn, eftir að kálfar eru fæddir, er um 7.000. Það er, hins vegar, rangt hjá Óskari Andra, að þetta þýði, að aðeins 1.500 kálfar hafi fæðst að vori, því um veturinn fórust um 600 kálfar, auk gamalla og veikra dýra, 400-500 dýr. Kálfar, sem fæðast að vori eru því 2.500 eða fleiri, og kálfar, sem farast, miðað við 21% dánartíðni Náttúrustofu Austurlands, 500-600. Menn verða að hugsa málin vel og reikna vel, áður en þeir tala um bull annarra. Stefán Brandur Jónsson talar um, að hreindýr séu innflutt tegund, sem ekki er hluti af íslenzkum dýrastofni, og, eigi þá, væntanlega, minni tilverurétt hér en önnur dýr. Það rétta í þessu máli er, að öll spendýr á Íslandi, líka kýr, hestar og kindur, eru innflutt; eini frumbyggi landsins er pólarrefurinn, sem kom hingað yfir á ísöld. Að lokum þetta: Í millitíðinni gerðist það, að Fagráð um velferð dýra tók undir sjónarmið og áskorun okkar í Jarðavinum um það, að hreindýrakýr yrðu ekki skotnar frá kálfum sínum fyrr en þeir væru minnst orðnir 3ja mánaða gamlir, nema, að sannað yrði, að dráp mæðranna fyrr ylli kálfum ekki tjóni. Meintur efi um þetta mál, hefur verið túlkaður veiðimönnum og þeirra veiðiþægindum í vil. Nú stendur Fagráðið með okkur í því, að þessi meinti efi, verði túlkaður kálfunum í vil. Er það gott mál og gleðilegt fyrir blessuð dýrin.
Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur? Samkvæmt gagni með yfirskriftinni "Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. 6. september 2019 10:00
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun